fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Bjarni Ben um bónuspott Kaupþings: „Hreinlega lyktar af sjálftöku“

Lykilstarfsmenn Kaupþings geta skipt á milli sín einum og hálfum milljarði náist ákveðin markmið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ótrúlega hissa á að við skulum verða vitni að svona samningum árið 2016,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í kvöldfréttum RÚV.
Hópur sem telur um tuttugu starfsmenn eignarhaldsfélagsins Kaupþings getur fengið úthlutað samtals tæplega 1.500 milljónum króna í bónus sem verður greiddur út ekki síðar en í lok apríl 2018.

DV greindi frá málinu á þriðjudag en í frétt blaðsins kom fram að um er að ræða sömu starfsmenn að stórum hluta og fengu greiddan bónus upp á tugi milljóna króna samtímis því að Kaupþing lauk nauðasamningum um síðastliðin áramót.

Núna eiga þeir hins vegar í vændum enn frekari bónusgreiðslur – og mun hærri – takist þeim að ná tilteknum markmiðum sem miða að því að hámarka virði óseldra eigna Kaupþings og þar með endurheimtur kröfuhafa félagsins. Í sumum tilfellum geta starfsmenn fengið um og yfir 100 milljónir króna í sinn hlut, eins og DV hefur heimildir um. Verðmætasta eign Kaupþings er 87% hlutur félagsins í Arion banka.

Bjarni sagði í fréttum RÚV í kvöld slíkir samningar væru mjög óeðlilegir árið 2016. Hann sagði orðrétt: „Ég er ótrúlega hissa á að við skulum verða vitni að svona samningum árið 2016. Þegar maður skoðar hvernig þetta fyrirtæki hefur orðið til, meðal annars fyrir milligöngu dómstóla vegna þess að menn gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar, og sér það hvernig þessu fyrirbæri er stjórnað og hverjir eru hluthafar þarna, og sér síðan að samningar eru gerðir við lykilstjórnendur um að menn geti fengið allt að 100 milljónir í bónus, þá finnst manni allt þetta fyrirbæri sem Kaupþing er, og þessir samningar, hreinlega lykta af sjálftöku. Það er ekkert hægt að komast hjá því.“

Í umfjöllun DV á þriðjudag kom fram að tillaga að bónuskerfi fyrir starfsmenn Kaupþings verði lögð til samþykktar fyrir aðalfund sem fram fer þann 30. ágúst næstkomandi. Umrætt bónuskerfi mun gilda til loka fyrsta ársfjórðungs 2018 og kveður á um að starfsmenn og tilteknir verktakar félagsins, sem einkum starfa á skrifstofu Kaupþings í London, sem verða hluti af bónuskerfinu geta að hámarki fengið 9,3 milljónir sterlingspunda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, í bónusgreiðslur.

Samkvæmt starfskjarastefnu félagsins sem DV hefur undir höndum, og verður lögð til samþykktar þann 30. ágúst, mun bónuskerfið ekki ná til stjórnar og annarra æðstu stjórnenda Kaupþings. Mögulega verði þó komið upp sérstöku bónuskerfi fyrir þá síðar meir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar