fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjálfstæðissinnar fjölmenntu í Glasgow

37% Skota vilja sjálfstætt Skotland í ESB

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 30. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundir Skota gengu um götur Glasgow í dag til að hvetja heimstjórn Skotlands til að setja sjálfstæði frá Bretum aftur á dagskrá. Um er að ræða stærsta viðburð sjálfstæðissinna í Skotlandi frá því að Bretar ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið, en Skotar, ólíkt Englendingum, vildu í yfirgnæfandi meirihluta vera áfram meðlimur í ESB.

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands var milli steins og sleggju þegar kom að þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní þar sem hún vildi bæði vera áfram hluti að ESB en að sama skapi kom úrsögn Breta úr ESB sér að góðum notum þegar kæmi að því að gera Skotland sjálfstætt með það að markmiði að sækja um aðild að ESB fyrir hönd Skotlands.

Því var það mikið áfall fyrir hana og aðra sjálfstæðissinna að sjá nýjustu skoðanakönnun YouGov sem sýnir rúmlega 53% á móti því að segja skilið við Bretland. Munurinn er einungis 2% frá því fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um ESB þegar 55% Skota vildu vera áfram hluti af Bretlandi. Sjálfstæðissinnar sem mættu í Glasgow í dag eru hins vegar vongóðir að önnur vegferð í átt að sjálfstæði muni bera árangur:

„Við erum hér því það er mikill hljómgrunnur í Skotlandi að lýsa yfir sjálfstæði. Síðast þegar við fórum af stað þá byrjuðum við í þrjátíu prósentum og enduðum í fjörtíu og fimm,“
hafði breska dagblaðið Daily Mail eftir Jason Baird eins skipuleggjanda göngunnar, vísar hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Skota árið 2014 sem kusu að vera áfram hluti af Bretlandi, en þau 62% Skota sem vildu áfram vera hluti af ESB í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, hafa gefið Skoska þjóðarflokknum og öðrum sjálfstæðissinnum tækifæri á að segja að forsendurnar séu það breyttar að tilefni sé fyrir Skota að hefja aðra vegferð í átt að sjálfstæði.

Vandinn er Skotar virðast ekki vera á þeim buxunum, en könnun YouGov sýndi að 46% Skota vilja frekar vera hluti af Bretlandi utan ESB en 37% vilja vera hluti af sjálfstæðu Skotlandi inni í ESB. Einungis 17% vilja að Skotland losi sig bæði við Bretland og ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar