fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Voðaverk í Þýskalandi: Sprengdi sig í loft upp í gærkvöldi – Útiloka ekki tengsl við ISIS

Maðurinn var 27 ára og frá Sýrlandi – Tólf slösuðust, þar af þrír alvarlega

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf eru slasaðir, þar af þrír alvarlega, eftir að tuttugu og sjö ára karlmaður sprengdi sig í loft upp í bænum Ansbach í Þýskalandi í gærkvöldi. Maðurinn er sagður hafa verið frá Sýrlandi og mun hann hafa sótt um hæli í Þýskalandi fyrir um ári en verið synjað.

Atvikið átti sér stað um klukkan 22 að staðartíma, skammt frá svæði í bænum þar sem tónlistarhátíð fór fram. Maðurinn hafði reynt að komast inn á tónleikasvæðið en þurfti frá að hverfa þar sem hann var ekki með miða. Þess í stað gekk maðurinn inn á bar í bænum þar sem sprengjan sprakk. Maðurinn lést og tólf særðust.

Þetta er þriðja árásin í Þýskalandi á skömmum tíma en áður hafði byssumaður skotið fjölda fólks til bana í borginni Munchen. Þá réðst maður vopnaður öxi á fólk í lest í síðustu viku.

Maðurinn er sagður hafa verið sýrlenskur hælisleitandi og sótti hann um hæli í Þýskalandi fyrir um ári. Honum var synjað en veitt leyfi til að dvelja tímabundið í Þýskalandi í ljósi ástandsins í Sýrlandi þar sem borgarastyrjöld hefur ríkt.

Maðurinn hafði komist í kast við lögin í Þýskalandi, meðal annars vegna fíkniefnalagabrota. Þá er maðurinn sagður hafa reynt í tvígang að svipta sig lífi áður en að atvikinu í gærkvöldi kom.

Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands, sagði við fréttamenn eftir voðaverkið í gærkvöldi að hann gæti ekki útilokað það að maðurinn hefði tengsl við Íslamska ríkið, ISIS. Tók hann þó fram að engar sannanir væru fyrir hendi um tengsl mannsins við hryðjuverkasamtökin.

Maðurinn var búsettur í Ansbach og í morgun sáust lögreglumenn fara inn á hótel í borginni þar sem maðurinn er talinn hafa dvalið. Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv