fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hættulegur leikur ungmenna við Grandagarð

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 07:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Rétt eftir klukkan eitt eftir miðnætti var bifreið stöðvuð við Grandagarð þar sem tveir farþegar voru að hluta til út úr bifreiðinni og því ekki í öryggisbelti.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að farþegarnir hafi setið í gluggafalsi hurða á meðan bifreiðinni var ekið áfram. Annar farþeginn reyndist vera 16 ára gamall og var málið því tilkynnt til Barnaverndar.

Fyrr um kvöldið hafði lögregla handtekið par sem grunur lék á að hefði valdið umferðaróhappi. Fólkið var auk þess grunað um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Upp úr klukkan níu í gærkvöldi var maður í annarlegu ástandi handtekinn á slysadeild þar sem hann hafði verið til vandræða. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast.

Um klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um eld í bifreið við Vogaskóla, en bifreiðin er talin ónýt eftir eldsvoðann. Eldsupptök eru ókunn.

Loks var bifreið stöðvuð við N1 í Ártúnsholti og var ökumaðurinn, 17 ára stúlka, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Málið var tilkynnt til Barnaverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv