fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ætlar að grafa sig lifandi – Hægt að fylgjast með í beinni útsendingu

Vill vekja einstaklinga til umhugunar um sjálfsvíg og fíkniefnaneyslu

Auður Ösp
Föstudaginn 22. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 61 árs gamli John Edwards er fyrrum eiturlyfjafíkill sem bjó á götunni í 20 ár en hann undirbýr nú vægast sagt óvenjulegan gjörning. Í kvöld ætlar hann að streyma frá sinni eigin „jarðarför“ á samskiptamiðlinum Facebook og getur áhugafólk um víða veröld fylgst með.

Óhætt er að segja að John hafi lifað skrautlegu lífi í gegnum ævina. Hann ánetjaðist snemma áfengi og fíkniefnum og bjó í rúm 20 ár á götunni. Þar mátti hann meðal annars þola grófar misþyrmingar og kveðst hann hafa glímt við tíðar sjálfsvígshugsanir. Þá þurfti að horfa á eftir ótal vinum sínum úr neyslunni hverfa ofan í gröf.

Honum tókst að snúa við blaðinu fyrir 23 árum og hefur síðan þá, ásamt góðgerðarsamtökunum Walking Free, einbeitt sér að því að hjálpa öðrum sem villst hafa af leið.

Edwards er ekki í sjálfsmorðshugleiðingum þó svo hann hyggist leggjast undir græna torfu seinna í dag heldur hyggst hann með þessu uppátæki vekja fólk til umhugsunar um þau fjölmörgu dauðsföll tengd fíkniefnaneyslu sem eiga sér stað ár hvert. Kveðst hann hafa farið í svo margar jarðarfarir í gegnum ævina að hann sjái sig knúinn til þess að ná til þeirra sem eru í sjálfsvígshugleiðingum.

Beina útsendingin frá „útför“ John mun hefjast í kvöld um átta leytið að breskum tíma og mun hann notast við snjallsíma og GoPro myndavél við upptökuna, auk þess sem hann hefur meðferðis súrefnisslöngu og ferðaklósett, auk matar og vatns sem hann mun fá í gegnum slöngu.

Alls hyggst hann dvelja í gröfinni í þrjá daga en hægt er að fylgjast með gjörningum á Facebook síðu hans semog á heimasíðu samtakanna Walking Free.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“