fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rútubílstjóri undir áhrifum áfengis

Var á Suðurlandi með 18 farþega í bílnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. júní 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við hefðbundið eftirlit vegalögreglunnar á Suðurlandi var bílstjóri rútubifreiðar tekinn vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis. Þetta atvik átti sér stað sl. fimmtudag á Suðurlandsvegi við Lögberg.

„Já, ég get staðfest þetta og í bifreiðinni voru 18 farþegar. Umferðardeildin hefur eftirlit með öxulþunga bíla, reglugerðum um ákvæði hvíldartíma, ökurita og öllum leyfum sem tengjast hópferðaakstri. Þeir hafa eftirlit með þessu á Suðurlandi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Það var einmitt við svona eftirlit sem ökumaður þessarar rútubifreiðar er bráðabirgðasvipur akstri rútunnar á staðnum fyrir hádegi sl. fimmtudag. Þetta eru alltaf alvarleg mál, þar fyrir utan að ökumaðurinn er með stóran hóp farþega í rútunni. Umferðardeildin mun eins og áður fylgjast vel með þessum þáttum áfram. Þetta er forvarnarvinna sem verður fylgt vel eftir á næstunni eins og jafnan,“ sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við DV.

Farþegar rútunnar þurftu að bíða í góða stund þangað til að annar ökumaður var fenginn til svo hægt væri að halda förinni áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“