fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Forsetakosningar 2016: Loftslagsmálin og skógræktin

Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi skrifar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. júní 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum forsetaframbjóðendum var boðið að senda framboðsgrein í helgarblað DV, þær munu allar birtast í dag á dv.is


Guðrún Margrét Pálsdóttir skrifar:

Allir voru sammála um mikilvægi þess að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingunum á Loftslagsráðstefnunni í París þar sem undirritað var sögulegt samkomulag um vilja til að grípa í taumana með viðeigandi aðgerðum áður en það yrði um seinan. Loftslagssamningar kalla á sameiginlega ábyrgð og aðgerðir gegn þeim mikla og alvarlega vanda sem mannkynið stendur frammi fyrir. Ef ekkert er að gert heldur hlýnun jarðar áfram með bráðnun jökla og hækkandi yfirborði sjávar. Skógeyðing heldur áfram og hafið sem tekur í sig 20% af koltvísýringi andrúmsloftsins heldur áfram að súrna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífríki sjávar og fiskistofna. Þurrkar valda uppskerubresti, fæðuþurrð, vannæringu og dauða saklausra borgara. Flóð spilla uppskeru og hungursneyð sverfur að. Milljónir í Afríku hafa flosnað upp og farið á vergang í löndum sínum, flúið til nágrannalanda eða sameinast vígasveitum til að seðja sárasta hungrið.

Maí var heitasti maímánuður frá upphafi mælinga og ástandið versnar enn. En hvað getum við gert? Hvernig getum við lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að sporna gegn þessari ískyggilegu þróun sem við getum ekki bara lokað augunum fyrir og snertir okkur öll?

Rafvæðing bíla og skipaflotans eftir því sem við verður komið væri svar við mengun. Stórmerkileg tímamótafrétt frá Íslandi um að tekist hefði að framleiða grjót úr koltvísýringi gaf heimsbyggðinni von. En það sem getur einnig klárlega hjálpað til er að stórauka skógrækt því tré vinna jú koltvísýring úr andrúmsloftinu og skila súrefni út í það til baka. Ef við gerðum okkur fulla grein fyrir alvarleika loftslagsbreytinganna myndum við fylkja liði og fara að planta trjám. Við myndum ekki rífa upp lúpínu heldur gróðursetja tré í þann frjósama jarðveg sem hún framleiðir. Við erum í skuld við landið og heimsbyggðina því gífurleg skógeyðing hefur orðið hér frá landnámi. Á Íslandi er nú stærsta manngerða eyðimörk í Evrópu og við ættum ekki að vera stolt af auðn þar sem áður var gróið land heldur gera það sem í okkar valdi stendur til að græða upp landið okkar um leið og við sýnum ábyrgð okkar í verki. Stóraukin skógrækt á Íslandi er eitt af þeim málum sem ég myndi beita mér fyrir sem forseti. Við fjölskyldan erum lítið dæmi um það sem hægt er að gera. Við höfum stundað skógrækt í áratugi og gróðursett um hundrað þúsund tré og vitum að með vilja og þrautseigju er þetta vel hægt. Græðum Ísland og sýnum ábyrgð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar