fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sakar veiðiformann um skaðlega fiskirækt

Formaður Landssambands veiðifélaga segir gagnrýni á vinnu hans fyrir Laxá í Aðaldal vera taktík fiskeldisfyrirtækja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. júní 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Örn Pálsson, rannsókna- og þróunarstjóri Fjarðalax, sakar Jón Helga Björnsson, formann Landssambands veiðifélaga (LV), um að hafa skaðað Laxá í Aðaldal, eina þekktustu laxveiðiá landsins, með „stórtækum“ sleppingum laxaseiða. Kennir Jón Örn honum um að laxveiði hafi minnkað í ánni og fækkun stórlaxa. Jón Helgi, sem rekur seiðaeldisstöðina Norðurlax á bökkum árinnar, segir ummæli nafna síns mega rekja til gagnrýni LV á rekstur sjókvíaeldis hér á landi.

„Þetta er taktík fiskeldismanna. Þeir ráðast á þá sem flytja tíðindin. Þetta var fyrirsjáanlegt og það var einungis spurning hvenær þeir byrjuðu á þessu,“ segir Jón Helgi.

Jón Helgi Björnsson gefur lítið fyrir gagnrýni Jóns Arnar um að seiðasleppingar á vegum fyrirtækis hans hafi skaðað Laxá í Aðaldal.
Formaður LV Jón Helgi Björnsson gefur lítið fyrir gagnrýni Jóns Arnar um að seiðasleppingar á vegum fyrirtækis hans hafi skaðað Laxá í Aðaldal.

„Algert stjórnleysi“

Jón Örn segir í aðsendri grein í DV í dag að sleppingar laxaseiða í Laxá í Aðaldal síðustu þrjá áratugi sé „eitt skýrasta dæmi um algert stjórnleysi í umgengni veiðifélaga við íslenska laxastofna hérlendis.“ Árlega sé sleppt fleiri eldisseiðum í ána en sem nemi fjölda náttúrulegra laxaseiða sem gangi til sjávar á hverju vori. Síðustu 30 ár hafi meira en tveimur milljónum laxaseiða verið sleppt í ána og nú sé komið í ljós hversu skaðlegt slíkt geti verið. Laxveiðin í ánni hafi minnkað um 40% síðustu 25 ár og hlutfall stórlaxa um 30%. Um sé að ræða eitt „skýrasta dæmið um löglaust framferði í fiskirækt með von um stundargróða í sölu veiðileyfa.“ Jón Örn er starfsmaður Fjarðalax sem rekur laxeldisstöðvar á Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði.

Jón Örn Pálsson, rannsókna- og þróunarstjóri Fjarðalax, segir í aðsendri greind í DV í dag að hætta eigi öllum seiðasleppningum svo fyrirbyggja megi „frekara tjón“.
Gagnrýnir „löglausa fiskirækt“ Jón Örn Pálsson, rannsókna- og þróunarstjóri Fjarðalax, segir í aðsendri greind í DV í dag að hætta eigi öllum seiðasleppningum svo fyrirbyggja megi „frekara tjón“.

„Það er rétt að veiðin í Aðaldal hefur minnkað á undanförnum árum. Stærsti þátturinn í því virðist vera sá að það er minni endurkoma af tveggja ára laxi en var á árum áður sem hafði mikil áhrif á veiðina. Hvað varðar seiðasleppingar þá hafa þær verið með mjög svipuðu formi undanfarin 20–30 ár og engin stofnbreyting verið á því,“ segir Jón Helgi. Bætir hann við að Jón Örn fari með rangt mál um að ekki sé unnið eftir staðfestri fiskiræktaráætlun í Aðaldal.

Gagnrýnir sjókvíaeldi

Jón Helgi telur gagnrýni á störf hans við Laxá í Aðaldal tengjast umfjöllun sambandsins um umhverfisáhrif sjókvíaeldis hér á landi. Í fréttatilkynningu sem LV sendi frá sér í desember í fyrra hótaði sambandið að leita til dómstóla vegna áforma Hraðfrystihússins Gunnvarar um framleiðslu á 6.800 tonnum af norskum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

DV fjallaði í síðustu viku um að Skipulagsstofnun hefði samþykkt tillögu dótturfélags Gunnvarar um matsáætlun á umhverfisáhrifum eldisins. Í fréttinni mátti lesa harðorða gagnrýni Jóns Helga á áform útgerðarfyrirtækisins sem eiga að hans mati eftir að hafa áhrif á fjórar laxveiðiár sem renna í djúpið. Rekstur sjókvíaeldis þar gangi í bága við fleiri en ein lög enda komi villtur laxastofn ekki til með að þola erfða- og lúsamengun sem fylgi slíku eldi.

„Ég lít því svo á að þetta sé hluti af því að ráðast á persónuna af því að ég er að andmæla þessum áformum þeirra. Þetta er hluti af taktík sem er því miður einkennandi fyrir eldisiðnaðinn og um hafa verið skrifaðar bækur,“ segir Jón Helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar