fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sóley Tómasdóttir flytur úr landi og hættir í borgarstjórn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 25. maí 2016 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég mun kveðja borgarstjórn eftir 10 viðburðarrík ár, þakklát fyrir þá dýrmætu reynslu sem ég hef öðlast og stolt af þeim verkum sem ég hef fengið að koma til leiðar,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vg. Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni. Sóley hefur verið áberandi í íslenskum stjórnmálum og umdeild nokkuð.

Sóley segir:

„Í haust ætlum við fjölskyldan að flytja til Hollands. Aart ætlar að færa sig til hollenska hluta Marel, ég ætla að fara í meistaranám í uppeldisfræði og börnin ætla að stúdera hollenska unglingamenningu.“

Þá segir Sóley ennfremur:

„Reykjavík er frábær borg og verður stöðugt betri. Vinstri græn eiga sinn þátt í því og munu halda áfram að stuðla að sanngjarnari, grænni og femínískari borg þó ég bregði mér af bæ. Sömu sögu er að segja af meirihluta borgarstjórnar, fjölbreyttum en samstilltum hópi sem ég vona að eigi eftir að vinna vel og lengi saman. Og fyrst ég er byrjuð, þá er minnihlutinn svo sem ágætur á sinn hátt og samstarf allra borgarfulltrúa að jafnaði gott.“

Sóley verður borgarfulltrúi fram á haust og kveðst ætla að leggja sig fram um að koma sem mestu til leiðar á þeim tíma.

„Og ég er auðvitað ekki hætt í pólitík. Hún mun alltaf fylgja mér – enda er lífið eitt pólitískasta viðfangsefni sem við tökumst á hendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar