fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hættur hjá Viðskiptablaðinu

Pétur Árni lét af starfi útgefanda í febrúar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. maí 2016 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Árni Jónsson, annar eigenda Mylluseturs, útgáfufélags Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta, lét af starfi útgefanda í febrúar síðastliðnum og hefur staðan verið lögð niður. Þetta staðfestir Pétur í samtali við DV en hann hætti einnig í stjórn útgáfufélagsins. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, hefur tekið sæti hans í stjórn félagsins.

„Það verður enginn útgefandi heldur verður þetta eins og var áður, einungis ritstjóri á hverjum miðli,“ segir Pétur í samtali við DV en vill ekki svara því hvað taki við hjá honum.

Fram kemur í gögnum sem var skilað til Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra í febrúar að Pétur settist í stjórn einkahlutafélagsins Agros Hádegismóar 5, eða á sama tíma og það varð eign fagfjárfestingasjóðsins Gamma: Agros. Sjóðurinn er rekinn af Gamma. Pétur keypti Myllusetur haustið 2009. Einkahlutafélag í hans eigu, PÁJ Invest, á í dag 67% hlut í útgáfufélaginu. Hin 33% eru í eigu Sveins B. Jónssonar í gegnum SBJ Invest ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar