fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Aukið eftirlit TR með bótagreiðslum: „Engin ástæða til að íþyngja bágstöddu fólki frekar með ofsóknum“

Talið dýrt og flókið að rannsaka umfang mögulegra bótasvika

Auður Ösp
Mánudaginn 23. maí 2016 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun mun ekki ítrekar ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Tryggingastofnunar frá árinu 2013 um eftirlit með bótagreiðslum. Talið er að það gæti reynst Tryggingastofnun bæði dýrt og erfitt að hefja viðamikla rannsókn á umfangi mögulegra bótasvika og mistaka við bótagreiðslur og óvíst hvort það svari kostnaði.

Frá þessu er greint á vef Ríkisendurskoðunar í dag og vitnað þar í nýja eftirfylgnisskýrslu. Í þeirri skýrslu kemur fram að eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar hafa bæði verið auknar og skýrðar auk þess sem fjárveitingar til eftirlits með bóta greiðslum eru rýmri en áður. Tryggingastofnun hefur einnig eflt eftirlit með bótagreiðslum og bætt áhættu greiningu mögulegra bóta svika og mistaka við bótagreiðslur eftir bótaflokkum.

„Þá fellst Ríkisendurskoðun á að rannsókn á umfangi bótasvika og mistaka við bótagreiðslur sé svo flókið og kostnaðarsamt verkefni að Tryggingastofnun hafi vart bolmagn til að sinna því auk þess sem óvíst er hvort það svari kostnaði,“ kemur jafnframt fram í niðurstöðum.

Þá kemur einnig fram á vef Ríkisendurskoðunar að til að draga úr mistökum við bótagreiðslur hefur Tryggingastofnun lagt áherslu á að veita umsækjendum og greiðsluþegum góðar leiðbeiningar, bæði með auglýsingum og fundarherferðum. Þá getur stofnunin nú lagt 15 prósent álag á ofgreiddar bætur hafi þær verið fengnar með sviksamlegum hætti. Gögn Tryggingastofnunar benda til að slíku úrræði sé sjaldan beitt. Þá hvetur Ríkisendurskoðun Tryggingastofnun til að þróa áhættugreiningu sína áfram og vinna markvisst að því að koma upp ábendingahnappi á heimasíðu sinni sem samræmist reglum um persónuvernd, en sllíkur hnappur hefur reynst gagnlegur í að fjölga ábendingum um hugsanleg bótasvik eða mistök.

Viðeigandi viðurlög eiga að fæla fólk frá bótasvikum

Í annarri grein sem birtist á vef Ríkisendurskoðunar árið 2013 kemur fram að ætla megi að bótasvik í almannatryggingakerfinu hafi numið allt að 3,4 milljörðum króna árið 2011. Ríkisendurskoðun telji að efla þurfi eftirlit á þessu sviði, meðal annars með því að rýmka lagaheimildir Tryggingastofnunar til að afla og vinna með persónuupplýsingar. Þá eigi að rýmka heimildir stofnunarinnar til að beita viðurlögum við bótasvikum. Mikilvægt sé að viðurlög séu þannig að þau fæli fólk frá því að reyna að svíkja út bætur.

Mynd: Mynd DV

Hlutverk Tryggingastofnunar er að ákvarða og afgreiða bóta- og lífeyrisgreiðslur til fólks sem rétt hefur til slíkra greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Stofnunin leitast við að tryggja að þeir sem þiggja greiðslurnar eigi raunverulega rétt á þeim. Í þessu skyni leitar stofnunin uppi og rannsakar greiðslur sem rekja má til svika eða mistaka og reynir að fyrirbyggja þær.

Einnig kemur fram í umræddri grein að bótasvik hér á landi séu sjaldan kærð til lögreglu. Mikilvægt sé að viðurlög séu með þeim hætti að þau fæli fólk frá því að reyna að svíkja út bætur.

Einn af þeim sem tjá sig um málið á Facebook er Halldór Auðar Svansson, Pírati og borgarfulltrúi sem varpar fram eftirfarandi fullyrðingu: „Flott. Þetta er þá bara í ágætum farvegi. Engin ástæða til að íþyngja bágstöddu fólki frekar með stífara eftirliti og ofsóknum.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þá skrifar Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata athugasemd við færslu Helga: „Friðhelgi einkalífs er bara handa þeim sem eiga að standa skil á sköttum, en ekki handa bótaþegum. Klárlega er hið opinbera að mismuna borgurunum þarna, þar sem að friðhelgi einkalífs annars hópsins er virt en ekki hins hópsins. Líklega vegna þess að fyrrnefndi hópurinn er félagslega sterkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar