fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Löng lofgjörð um Davíð birt í Morgunblaðinu: Líklega einsdæmi í vestrænum fjölmiðli

Fjögurra blaðsíðna umfjöllun um feril Davíðs gagnrýnd

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 30. apríl 2016 14:00

Fjögurra blaðsíðna umfjöllun um feril Davíðs gagnrýnd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag birtist í blaðinu risastór lofgjörð um sjálfan ritstjóra blaðsins. Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ritstjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir,“ þetta skrifar Egill Helgason á Eyjunni.

Morgunblaðið er borið í hvert hús í dag og þar skrifar Hannes Hólmsteinn, góðvinur Davíðs Oddssonar, fjögurra blaðsíðna lofgrein um ritstjóra Morgunblaðsins.

Farið er yfir feril Davíðs frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra og líklegt að tekist verði á um ýmsar söguskýringar Hannesar, þá sérstaklega þegar hann eignar Davíð sjálfstæðisyfirlýsingu Eystrasaltsríkjanna. Líklegt er að Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra setji spurningamerki við, sjá nánar á Eyjunni.

Hannes fjallar einnig um deilur Davíðs og Jóns Ásgeirs sem hófust upp úr aldamótum. Segir Hannes að Jón hafi keypt upp flesta fjölmiðla í einkaeigu og beitt þeim gegn Davíð. Þá hafi átökin harðnað eftir að Davíð lagði fram umdeilt fjölmiðlafrumvarp árið 2004.

„Eftir að Alþingi samþykkti frumvarpið neitaði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, að skrifa undir það, og var það þá tekið aftur. Forsetinn var í talsverðum tengslum við Jón Ásgeir: Kosningastjóri hans frá 1996 stjórnaði sjónvarpsstöðvum Jóns Ásgeirs og dóttir forsetans var í hópi stjórnenda Baugs.“

Egill Helgason er ekki parhrifinn af þessum skrifum Hannesar og þá fyrst og fremst að þau birtist í miðlinum sem Davíð ritstýrir.

„Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum. Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar