fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eiríkur Jónsson hættur

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 30. apríl 2016 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Jónsson sem ritstýrt hefur Séð og heyrt síðustu ár mun fljótlega stíga upp úr ritstjórastólnum. Frá þessu greinir Vísir.

Þar segir að þetta hafi gerst með skömmum fyrirvara og segir í frétt Vísis að Hreins Loftsson. lögfræðingur og eigandi Birtings, hafi viljað að Eiríkur lokaði vefsíðunni Eirikurjonsson.is. Því á Eiríkur að hafa neitað og starfslok því framundan hjá hinum reynda en umdeilda ritstjóra.

Eiríkur var ritstjóri Séð og heyrt á árunum 2007 til 2010. Þegar hann var fyrst ráðinn ritstjóri blaðsins sagði Eiríkur í samtali við DV:

,,Blaðið er mjög sérstakt. Þetta er myndablað, þetta er fréttablað og þetta er blað sem er með mjög sérstaka framsetningu. Þegar best tekst til er Séð og heyrt í mínum huga hrein myndlist.“ Þá bætti hann við á öðrum stað: „Séð og heyrt fjallar um fólk, brosandi fólk sem getur stundum grátið líka.“

Eiríkur greindi frá því að hann hefði breytt áherslum þegar hann tók við blaðinu aftur sumarið 2014.

,, … hætti að stíla upp á krúttkynslóðina og yngra fólk sem lifir fjölmiðlalífi sínu í gegnum síma og tölvur og kaupir ekki tímariti en einbeitti sér þess í stað að miðaldra lesendum og eldra fólki í efnisvali og framsetningu – og árangurinn lét ekki á sér standa.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar