fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Umdeild dómsniðurstaða: Munnmök geta ekki verið kynferðisbrot ef fórnarlambið er meðvitundarlaust

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 29. apríl 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki afbrot þegar 17 ára unglingur notafærði sér meðvitundarlausa 16 ára stúlku til munnmaka. Svo var alla vega niðurstaða dómara sem taldi að ekki væri um lögbrot að ræða í þessu tilfelli þrátt fyrir að fórnarlambið hafi ekki getað borið neinum vörnum við vegna meðvitundarleysis vegna áfengisneyslu.

Það var dómari í Oklahoma í Bandaríkjunum sem komst að þessari niðurstöður. Í dómsniðurstöðunni kemur fram að munnmök séu ekki tilgreind í þeim lögum í Oklahoma sem vernda fórnarlömb fyrir nauðgun í leggöng eða endaþarm ef fórnarlömbin voru undir áhrifum áfengis eða meðvitundarlaus vegna áfengisneyslu þegar brotið átti sér stað. Hefur dómurinn vakið mikla reiði og hneykslan sem eðlilegt er.

Danska ríkisútvarpið segir að í dómsniðurstöðunni komi fram að ekki sé hægt að tala um að einhver sé neyddur til munnmaka þegar fórnarlambið er undir svo miklum áfengisáhrifum að það er meðvitundarlaust þegar brotið á sér stað. Einnig kemur fram að samkvæmt lögum sé margt tilgreint sem geti gert munnmök að nauðgun en ekki sé tekið fram að meðvitundarleysi vegna áfengisneyslu sé eitt þessara atriða.

Dómurinn hefur orðið til þess að sérfræðingar krefjast endurskoðunar og uppfærslu á löggjöf ríkisins í þessum málaflokki því lögin séu gamaldags og úrelt.

Í stuttu máli voru málavextir umrædds máls þessir: Ungi maðurinn ók stúlkunni heim en þau höfðu verið að drekka áfengi með vinum sínum. Vitni sögðu stúlkuna hafa verið svo ölvaða að það þurfti að bera hana inn í bíl mannsins. Þegar heim var komið var hún enn meðvitundarlaus og fór fjölskylda hennar með hana á slysadeild vegna þessa.

Við rannsókn á sjúkrahúsinu fannst DNA úr unga manninum við munn stúlkunnar og á aftanverðum lærum hennar. Ungi maðurinn sagði að stúlkan hafi veitt honum munnmök með hennar samþykki. Hún sagðist ekki muna neitt eftir atburðarásinni eða nokkru öðru eftir að þau yfirgáfu vini sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar