fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Sema Erla birtir hatursfull ummæli: „Ég hef áhyggjur af rasismanum sem er að festa sig í sessi í íslensku samfélagi“

Hefur áhyggjur af því að við séum að tapa því sem gerir okkur að manneskjum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 21. mars 2016 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef áhyggjur af rasismanum sem er að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. Ég hef áhyggjur af vaxandi fordómum, útlendingahatri, íslamófóbíu, þjóðernishyggju, þröngsýni og andúð í garð náungans. Ég hef miklar áhyggjur af uppgangi öfgaafla í íslensku samfélagi,“ segir Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórar Samfylkingar, á Facebook-síðu sinni.

Þar birtir Sema skjámyndir af hatursfullri orðræðu á netinu sem meðal annars hefur beinst að henni persónulega.

„Í dag er alþjóðlegur dagur gleðinnar. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er ekkert rosalega glöð og er ekki búin að vera það síðustu daga. Það er vegna þess að ég hef áhyggjur. Ég hef áhyggjur af landi mínu og þjóð. Ég hef áhyggjur af íslensku samfélagi og þeirri þróun sem á sér stað. Ég hef áhyggjur af þeim sem hafa andúð á öðru fólki einfaldlega vegna þess að það er öðruvísi á litinn, talar annað tungumál, er fætt í öðru landi eða trúir á annan guð en það sjálft. Ég hef áhyggjur af þeim sem leggja sig sérstaklega fram við að dreifa slíkri andúð á fólki til samborgara sinna,“ segir Sema Erla sem tilkynnti á dögunum að hún ætlaði að sækjast eftir embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í sumar.

Í færslunni segist Sema Erla hafa áhyggjur af því að við séum að tapa þeim undirstöðum sem gera samfélög heilbrigð og góð; umhyggjunni, kærleikanum, góðmennskunni, umburðarlyndinu, virðingunni fyrir hvort öðru og réttlætiskenndinni.

„Ég hef áhyggjur af því að við séum að tapa því sem gerir okkur að manneskjum. Ég hef áhyggjur af því að hatur, persónuníð og niðurlægin sé að festa sig í sessi á kostnað uppbyggilegrar umræðu, heilbrigðum átökum um málefnin og skemmtilegri pólitík. Ég hef áhyggjur af því að fljótlega getum við ekki snúið þessari þróun við,“ segir Sema og bætir við að ábyrgðin liggi að mörgu leyti hjá okkur sjálfum, okkur sem mótum og byggjum upp samfélagið.

„Við ákveðum á hverjum degi hvernig við ætlum að koma fram við þá sem á vegi okkar verða, þá sem mögulega eru öðruvísi en þú, sem hafa aðrar skoðanir en þú eða þá sem þurfa kannski á hjálp þinni að halda.
Gleymum því ekki að við erum öll manneskjur, sama hvaðan við komum, hvernig við erum á litinn eða hver saga okkar er. Við eigum öll jafnan rétt á því að lifa vel sæmandi lífi, að vera þátttakendur í samfélaginu og geta gengið óáreitt um göturnar. Við eigum öll rétt á virðingu, kærleika og umburðarlyndi frá samborgurum okkar – sama hvers vegna. Við komumst nefnilega ansi langt á því. Munum að vera góð við hvort annað. Ást & friður!“

Hér að neðan má sjá færslu Semu Erlu og skjámyndirnar sem hún birti:

Í dag er alþjóðlegur dagur gleðinnar. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er ekkert rosalega glöð og er ekki búin að…

Posted by Sema Erla Serdar on Sunday, 20 March 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“