fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skammarmiðar Egils: „Vonandi ertu ekki jafn slæmur í rúminu og að leggja í stæði“

Fyrsti miðinn settur á bifreið fyrir utan Smáralind í gær – „Með miðunum er hægt að láta fólk vita af mistökunum með smá gríni í leiðinni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gastu lagt svona hjálparlaust? Þú, bíll og bílastæði, ertu viss um að það sé góð uppskrift? Prufaðu að leggja þversum næst, þá gætir þú náð þremur stæðum! Vonandi ertu ekki jafn slæm/ur í rúminu og að leggja í stæði!“

Þetta eru skilaboðin sem Egill Róbertsson sendir ökumönnum sem leggja bifreiðum sínum í fleiri en eitt bílstæði. Egill hefur nú útbúið miða með þessum skilaboðum og er þegar farinn að dreifa miðum til þeirra sem hann telur að eigi þá skilið.

Hér má sjá hvernig bifreiðinni var lagt.
Bílastæði Smáralindar. Hér má sjá hvernig bifreiðinni var lagt.

„Ég hafði verið með þessa hugmynd í kollinum síðasta árið. Fyrir skemmstu lét ég svo verða af því og lét prenta nokkur eintök fyrir mig í prentsmiðju. Ég plasta svo miðanna svo að hægt sé að lesa skilaboðin báðu megin,“ segir Egill í samtali við DV.

Fyrsti miðinn fór í umferð í gær. Egill lét hann á bifreið sem lagt var á bílastæðinu fyrir utan Smáralind en ökumaður bifreiðarinnar hafði lagt í tvö stæði. Egill birti í kjölfarið mynd á Facebook-síðunni „Verst lagði bíllinn“ og vakti athæfi hans strax talsverða athygli.

„Fólk er oft að pirra sig á svona löguðu og margir tala um að rispa bíla eða ata hundaskít á hurðarhúna. Það er eitthvað sem fólk á ekki að gera að mínu mati. Með miðunum er hægt að láta fólk vita af mistökunum með smá gríni í leiðinni,“ segir Egill.

Egill vonar að hugmynd hans nái fótfestu og að fleiri fari að nota miðana.

„Fyrir þá sem eru oft að pirra sig á þessu gæti verið gott að eiga nokkra miða í hanskahólfinu.“

Egill hefur látið prenta fjölda miða og hafa nú þegar nokkrir haft samband við hann til að spyrjast fyrir um miðana.

Hér má sjá skilaboðin.
Miðarnir hans Egils. Hér má sjá skilaboðin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar