fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ritstjóri sakaður um kynferðisbrot: Samviska mín er 100% hrein

Þrír útlendir lærlingar sökuðu ritstjóra Grapvine um kynferðislega áreitni sem varð til þess að hann lét af störfum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get hinsvegar sagt ykkur hér og nú að samviska mín er 100% hrein og að ég er með öllu saklaus af hverju því sem borið er á mig. Sem ég veit reyndar enn ekki hvað er. Spáið í því,“ skrifar Haukur S. Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Grapevine, og gítarleikari hljómsveitarinnar Reykjavík, en hann skrifaði langan Facebook-status og birti í nótt vegna umfjöllunar Stundarinnar um meinta kynferðislega áreitni.

Stundin greindi fyrst frá því þrír útlendir lærlingar hjá Grapevine hefðu sakað Hauk um kynferðislega áreitni. Rætt er við konurnar sem allar sendu bréf á útgefanda blaðsins um miðjan janúar og kvörtuðu undan hegðun hans. Bréfin voru á ensku og þýðir Stundin brot úr einu bréfinu sem hljóðaði svona:

„Í grundvallaratriðum hélt hann áfram að snerta mig og hunsaði mig þegar ég sagði honum að þetta ætti ekki að gerast og að mér liði illa. Hann hlustaði ekki á mig.“

Þá lýsir önnur kona því hvernig hann var oft með kynferðislegar athugasemdir auk þess sem hann reyndi oft að fá hana með sér heim þegar hann var drukkinn niðrí bæ.

Þá kemur fram að ein kvennanna hefur meðal annars leitað til Stígamóta vegna vanliðan sem hún hefur upplifað vegna samskiptanna.

Í viðtali við Stundina vísar Haukur ásökunum kvennanna alfarið á bug og segir þær ekki eiga sér neina stoð í veruleikanum. Hann hætti þó störfum nú fyrir skömmu vegna málsins, þó ekki fyrr en hann kláraði síðasta blað, sem hann gerði undir sérstöku eftirliti, að því er fram kom í Stundinni.

Haukur segir í stöðufærslunni að hann hafi ekki enn fengið að vita hvaða konur standa að baki ásökununum og sjálfur hafi hann óljósa hugmynd um það hvað þær nákvæmlega fela í sér.

„Ég á bágt með að ímynda þér hvað býr hér að baki,“ bætir hann svo við.

DV reyndi að ná sambandi við Hauk, sem er búsettur í Bandaríkjunum þessa stundina, en hefur ekki fengið neitt svar vegna ásakananna. Einu viðbrögðin sem finna má um málið að hálfu Hauks er fyrrnefnd stöðufærsla, en hann segir hana ekki til birtingar í fjölmiðlum, og verður hún því ekki birt í heild sinni að svo komnu máli.

Jón Trausti Sigurðarson hefur tekið við ritstjórastólnum en sjálfur er hann einn af eigendum blaðsins. Hann sagði í samtali við DV ekki getað tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna, að öðru leytinu til að Haukur væri hættur hjá blaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar