fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þeir geta flogið

Ævintýraleg tilþrif í troðslukeppni NBA – Þetta á ekki að vera hægt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn árlegi stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfubolta verður leikinn í kvöld, en hátíðin hófst í gær með þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Ævintýraleg tilþrif sáust í troðslukeppninni í nótt sem var að sögn fjölmiðla vestanhafs sú besta í mörg ár.

Troðslukeppnin var einvígi á milli ríkjandi meistara, Zach LaVine hjá Minnesota Timerwolves, og Aaron Gordon hjá Orlando Magic. Það þurfti bráðabana til að krýna meistara og á endanum var það sá fyrrnefndi sem fór með sigur af hólmi. Hann fékk fullt hús stiga fyrir lokatroðsluna sína og viðurkenndi hann eftir keppnina að hann hafði aldrei reynt þessa troðslu áður. Hann var einfaldlega búinn að tæma vopnabúrið sitt eftir gríðarharða keppni við Gordon og því varð einfaldlega að finna eitthvað nýtt, sem tókst svo bærilega vel.

LaVine bætist þar með í hóp þeirra Michael Jordan, Nate Robinson og Jason Richardson sem unnið hafa keppnina tvisvar í röð.

Þriggja stiga keppnin leystist upp í einvígi milli tveggja samherja hjá meistaraliði Golden State Warriors, þeirra Klay Thompson og Stephen Curry. Sá síðarnefndi, sem af mörgum er talinn besti leikmaður deildarinnar, þótti sigurstranglegri en byssurnar voru kaldar í þetta skiptið og Thompson sigraði þetta árið.

Hér að neðan má sjá helstu tilþrifin í troðslukeppninni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=YevA4a6U0Cc&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar