fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Mætti ekki til vinnu í sex ár og enginn tók eftir því

Var kallaður „heita kartaflan“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi borgarstarfsmanni Cádiz á Spáni hefur verið skipað að endurgreiða sveitarfélaginu rúmlega 30 þúsund evrur eða 4,3 milljónir króna fyrir vanrækslu í starfi. Í ljós kom að maðurinn hafði ekki unnið handtak í heil sex ár, mætti hann einnig illa í vinnuna.

Spænska dagblaðið El País greinir frá þessu. Maðurinn, sem kallaður er J.G.V. í dómsskjölum, starfaði í ráðhúsinu fram til ársins 2004 en var þá færður til í starfi eftir að hafa valdið deilum á skrifstofunni sem hann vann. Var hann þá verður að umsjónarmanni vatnshreinsistöðvar í San Fernando sem var þá enn í byggingu.

J.G.V. fékk skrifstofu með stórum glugga og átti að sjá um að skrifa skýrslur og hafa umsjón með starfsmönnum. Eftir að hafa valdið deilum á vinnustaðnum hættu skýrslur að berast frá honum og var hann kallaður „heita kartaflan“.

Á sex ára tímabili á árunum 2006 til 2010 var hann ítrekað beðinn um skýrslur en lítið var um svör. Árið 2010 var honum svo vikið frá störfum en í fyrra hóf bærinn að endurskoða feril hans og annarra sem taldir eru hafa svikið fé af sveitarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar