fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Viðreisn var tilbúin til að skoða hátekjuskatt

Hugnaðist hins vegar ekki hugmyndir VG um auðlegðarskatt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. desember 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Viðreisnar voru tilbúnir til að skoða álagningu hátekjuskatts í viðræðum Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar um hugsanlega stjórnarmyndun. Hins vegar var Viðreisn ekki tilbúin til að ljá máls á að auðlegðarskattur yrði lagður á en á það lögðu Vinstri græn áherslu til að afla fjár í ríkissjóð. Þessi meiningarmunur varð ekki síst til þess að upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Viðreisnar, greinir frá þessu í helgarviðtali DV. Í frétt DV 13. desember síðastliðinn var greint frá því að ólíkar áherslur Vinstri grænna og Viðreisnar í ríkisfjármálum hafi orðið til þess að upp úr viðræðum flokkanna fimm slitnaði. Vinstri græn munu hafa lagt áherslu á að afla þyrfti verulegra fjárhæða með skattheimtu til að auka fjármuni í heilbrigðismálum, félagslega kerfinu og menntamálum. Viðreisn aftur á mót gat ekki sætt sig við þær hugmyndir sem Vinstri græn héldu á lofti.

Þorgerður er spurð að því í viðtalinu hvort ekki hafi verið fyrirséð að erfitt myndi reynast að ná samkomulagi milli Viðreisnar og Vinstri grænna í ríkisfjármálum og skattheimtu, í ljósi þess að flokkarnir hafi í grunnin mjög ólíka stefnu í þeim málum. Þorgerður segir að hún telji að flokkarnir gæru náð samkomulagi í skattamálum, í það minnsta nálgast hvorn annan verulega. Það séu Viðreisn engin trúarbrögð að lækka skatta, bara til að lækka skatta.

„Í kosningabaráttunni og eftir kosningar höfum við verið skýr með að við teljum ekki rétt að lækka skatta núna þegar blasir við að það þarf að forgangsraða í þágu heilbrigðismála, menntamála og á meðan verið er að greiða niður skuldir ríkisins. Þetta á ekki síst við núna þegar við erum að detta inn í þenslutímabil, þá er ekki skynsamlegt að lækka skatta og erum við alveg ófeimin við að segja það. Við viljum hins vegar ekki hækka skatta á almenning, við viljum þess í stað setja ákveðin gjöld á atvinnugreinar eins og sjávarútveginn og ferðaþjónustuna og við viljum leggja á græna skatta. Þetta er eitthvað sem á alveg að vera hægt að brúa. Við vorum tilbúin til að skoða álagningu hátekjuskatts en gegn því að við fengjum einhverjar breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi. Okkur hugnuðust hins vegar ekki hugmyndir um auðlegðarskatt eða eignaskatt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur