fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Búið spil: Birgitta skilar umboðinu

Ekki tókst að ná sátt í sjávarútvegsmálum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. desember 2016 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert verður af myndun fimm flokka ríkisstjórnar að svo stöddu og mun Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skila umboði sem hún fékk til stjórnarmyndunar á dögunum. Ákveðið hefur verið að slíta viðræðum.

Birgitta segir í samtali við mbl.is að niðurstaðan sé vonbrigði. „En það er bara þannig að ef fólk treystir sér ekki til þess að fara það langt út fyrir þægindarammann er ekki hægt að þrýsta á að fólk sé að fara í samstarf án þess að hafa sannfæringu fyrir því að það sé að framfylgja þeim kosningaloforðum sem það var kosið á þing fyrir.“

Þá segir hún að helsta ástæða þess að upp úr slitnaði sé sú að ekki tókst að ná sátt um sjávarútvegsmál. Birgitta vill ekki útiloka að þeir fimm flokkar sem stóðu að viðræðunum geti myndað ríkisstjórn en nú sé réttast að láta annan fá boltann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar