fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Atkvæði í Norðvesturkjördæmi giltu nærri tvöfalt

Kjördæmið á barmi þess að missa þingsæti – Rétt um helmingi fleiri kjósendur að baki þingmönnum Kragans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. nóvember 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefðu 400 kjósendur í Norðvesturkjördæmi flust búferlum yfir í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðustu hefði fyrrnefnda kjördæmið misst eitt þingsæti í næstu kosningum. Langflest atkvæði standa að baki hverjum þingmanni Suðvesturkjördæmis, 5.249. Fæst atkvæði standa hins vegar að baki hverjum þingmanni Norðvesturkjördæmis, aðeins 2.685.

Í lögum um kosningar til Alþingis, sem og í stjórnarskrá, eru ákvæði um að landskjörstjórn skuli reikna út hvort fjöldi kjósenda að baki hverju þingsæti sé í einhverju kjördæmi helmingi lægri en í einhverju öðru kjördæmi. Reynist svo skal landskjörstjórn færa eitt þingsæti frá því kjördæmi þar sem fjöldinn er minnstur til þess kjördæmis þar sem hann er mestur. Slík breyting tekur gildi við næstu alþingiskosningar.

400 kjósenda tilfærsla hefði kostað þingmann

Ekki munaði miklu að beita þyrfti þessari reglu nú, að afloknum alþingiskosningum 29. október síðastliðinn. Hefðu 400 kjósendur í Norðvesturkjördæmi flust búferlum í Suðurkjördæmi fyrir kosningar hefði fjöldi kjósenda bak við hvern þingmann í fyrrnefnda kjördæminu orðið helmingi minni en í því síðarnefnda. Ef svo hefði farið hefði landskjörstjórn þurft að færa eitt kjördæmasæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Við næstu alþingiskosningar hefðu þingsæti í Norðvesturkjördæmi því orðið sjö, sex kjördæmasæti og eitt jöfnunarsæti. Að sama skapi hefðu þingsæti í Suðvesturkjördæmi orðið 14 í næstu þingkosningum, 12 kjördæmasæti og 2 jöfnunarsæti.

Teitur Björn Einarsson þurfti aðeins um helming þeirra atkvæða sem þingmenn í Suðvesturkjördæmi þurftu til að ná inn sem kjördæmakjörinn í Norðvesturkjördæmi.
Þurfti færri atkvæði Teitur Björn Einarsson þurfti aðeins um helming þeirra atkvæða sem þingmenn í Suðvesturkjördæmi þurftu til að ná inn sem kjördæmakjörinn í Norðvesturkjördæmi.

Mynd: © Eyþór Árnason

Þingmönnum verið fækkað í tvígang

Við kjördæmabreytinguna sem kosið var eftir í fyrsta sinn árið 2003 urðu kjördæmi í landinu sex talsins. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að skipting þingsæta milli kjördæma sé með þeim hætti að 10 þingsæti séu í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum en 11 þingsæti í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Strax að afloknum kosningunum 2003 var ljóst að hlutföll voru orðin með þeim hætti að færa þurfti eitt kjördæmasæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Það gerðist á nýjan leik eftir kosningarnar 2009.

Getur bara fækkað um einn í viðbót

Í stjórnarskránni segir að kjördæmasæti megi aldrei vera færri en sex í hverju kjördæmi. Haldi mannfjöldaþróun áfram með sama hætti í kjördæmunum tveimur er ekki ólíklegt að færa þurfi þingsæti milli þeirra í framtíðinni, jafnvel strax eftir næstu reglulegu kosningar sem að óbreyttu fara fram árið 2020. Þá yrði hins vegar botninum náð og ekki hægt að óbreyttum lögum að færa fleiri þingsæti frá Norðvesturkjördæmi, sama hversu vægi atkvæða yrði misjafnt.

Næstfæstir í Norðausturkjördæmi

Atkvæði bak við hvern þingmann í öðrum kjördæmum eru með þeim hætti að í Norðausturkjördæmi stóðu 2.956 kjósendur að baki hverjum þingmanni. Í Suðurkjördæmi voru kjósendur 3.546 að baki hverjum þingmanni, í Reykjavík norður 4.161 og í Reykjavík suður 4.187.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar