fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Arna Ýr svarar ásökunum um fitufordóma: „Hvort sem kona er feit eða mjó getur hún samt sko alveg verið flott“

„Ég hef verið undir vörum heimsbyggðarinnar og ég er að gera mitt allra allra besta að tækla það“

Auður Ösp
Föstudaginn 28. október 2016 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sama hversu mikið ég reyni, hversu fallega ég tala um konur, hversu einlæg ég er, hversu hreinskilin ég er, hvort sem ég segi mína skoðun eða segi ekki mína skoðun það verður aldrei nóg,“ ritar Arna Ýr Jónsdóttir Ungfrú Ísland 2015 en í pistli sem birtist á fésbókarsíðu sinni segir hún ómögulegt að gera öllum til geðs. Hún kveðst hafa sinn skerf af gagnrýni og neikvæðum athugasemdum og muni það aldrei breytast.

Ákvörðun Örnu Ýrar að hætta við þáttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Grand Internation nú á dögunum hefur vakið mikla hér heima og erlendis, en líkt og kunnugt er gekk Arna Ýr frá keppninni eftir að eigandi hennar tjáð henni að hún væri of feit.

Stuðningskveðjum hefur rignt yfir Örnu Ýr undanfarna daga en ekki eru þó allir á eitt sáttir við athyglina sem hún hefur fengið. Til að mynda hafa einstaklingar sakað Örnu um fitufordóma og því svarar hún á þessa leið:

„Nú er staðan sú að þegar ég set inn kaldhæðni í sambandi við það sem eigandi keppninnar sagði við mig er ég að gera lítið úr konum sem eru í stærri kanntinum. Mér finnst mjör sárt, leiðinlegt og bara ömurlegt að fá þessi skilaboð eftir allt sem ég hef lagt á mig til þess að standa með öllum konum yfir höfuð!

Eigandi keppnninnar sagði við mig að þar sem honum finndist ég feit gæti ég því ekki verið flott. Það sem ég hef sett á netið er kaldhæðni tengt því. Að hvort sem kona er feit eða mjó getur hún samt sko alveg verið flott.“

ritar Arna um leið.

„Ég vil biðja alla innilega um að setja sig í mín spor og virða það að ég hef verið undir vörum heimsbyggðarinnar og ég er að gera mitt allra allra besta að tækla það og það skal ég segja ykkur er alls ekki auðvelt!,“ segir hún síðan og kemur á fram framfæri eftirfarandi skilaboðum:

„Mín orð sem ég segi oft við sjálfa mig: „Stattu uppi fyrir sjálfri þér og fylgdu þínu hjarta. Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út eða hvað þú átt að segja. Mundu að þú munt aldrei geta gert öllum til geðst en þú veist að þú hefur gert margt rétt og haltu í það!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar