fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Líkfundur í Grindavík: Útlimur fannst í fjörunni

Brak fannst skammt frá – Að öllum líkindum er hinn 63 ára gamli Josep Le Goff fundinn

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um níuleytið í gærmorgun fundust líkamsleifar í fjörunni við Selatanga austan við Grindavík sem og brak af skútu. Þetta staðfestir fulltrúi lögreglunnar í Reykjanesbæ. Líkur eru á að þar sé fundinn hinn 63 ára gamli Joseph Le Goff, sem lagði af stað frá Portúgal til Azoreyja, þann 7. júlí síðastliðinn. Áætlað var að siglingin tæki rúma viku en ekkert hefur spurst til Josephs síðan, eins og DV greindi frá í gær.

Samkvæmt heimildum DV var líkið illa farið, en fyrst fundu björgunarsveitarmenn útlim af manni í fjörunni . Skammt frá fannst síðan brak úr skútu.

Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, staðfestir í samtali við DV að Landhelgisgæslan hafi óskað eftir aðstoð sveitarinnar í gærmorgun til að ganga fjörur í leit að braki úr skútunni. Hópur björgunarsveitarmanna fann brak úr skútunni og lík í fjöruborðinu við Selatanga eftir korters göngu.

Þegar mest var voru 30 björgunarsveitarmenn á vettvangi sem og fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Suðurnesjunum.

Fjallað um málið í Frakklandi

Franskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið nokkuð reglulega síðustu vikur og mánuði og í byrjun september var greint frá því að skipverjar á flutningaskipi hefðu komið auga á skútuna þar sem hún var á reki um 900 sjómílur austur af Nýfundnalandi.

Veður á svæðinu var slæmt sem varð til þess að skipverjar treystu sér ekki til að kanna ástand hennar betur. Ekki var vitað hvort Le Goff væri enn um borð. Mynd var tekin og staðfesti bróðir Le Goff að um væri að ræða samskonar skútu og bróðir hans hafði siglt, að því er fram kom í frétt France Info.

Smíðaði skútuna sjálfur

Í frétt Le Télégramme þann 24. ágúst síðastliðinn kom fram að Le Goff væri vanur siglingum og hann hefði smíðað skútuna, sem var ellefu metrar á lengd, að mestu sjálfur. „Bróðir minn var vanur siglingum með fjórtán ára reynslu,“ sagði bróðir hans, Jean-Yves Le Goff, og bætti við að hann hefði áður siglt einn til Azoreyja. Jean bætti við að bróðir hans hefði ávallt sent honum smáskilaboð þegar hann lagði af stað úr höfn. „Hann sagði mér hvert hann ætlaði og hversu lengi hann hugðist sigla,“ sagði hann. Í smáskilaboðunum kom fram að Joseph hugðist taka átta daga í að sigla til Azoreyja og hann myndi láta hann vita þegar hann kæmi aftur til hafnar. Það var í síðasta skipti sem Jean heyrði í bróður sínum.

Í frétt Le Télegramme var nokkrum kenningum varpað fram; að Joseph hefði fallið fyrir borð eða veikst skyndilega. Skútuna hafi rekið um Norður-Atlantshaf í kjölfarið og neyðarsendir ekki farið af stað strax. Þann 16. ágúst síðastliðinn var skipulagðri leit að skútunni hætt. Veður var gott þegar Joseph lagði af stað frá Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fertugur Kópavogsbúi sakaður um grófa áreitni við barn í strætisvagni – „Vildi fara í sturtu með henni og var ógnandi“

Fertugur Kópavogsbúi sakaður um grófa áreitni við barn í strætisvagni – „Vildi fara í sturtu með henni og var ógnandi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Í gær

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín
Fréttir
Í gær

Telur ESB-aðild ekki mikilvæga vegna öryggissjónarmiða

Telur ESB-aðild ekki mikilvæga vegna öryggissjónarmiða
Fréttir
Í gær

Fólk passi upp á dýrin í dag – Brennisteinsmengun og gosmóða liggur yfir öllu

Fólk passi upp á dýrin í dag – Brennisteinsmengun og gosmóða liggur yfir öllu
Fréttir
Í gær

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“