fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Minnihlutinn í borginni ósáttur við Airwaves-lokanir

„Hér er bara ein stefna og enginn vilji til að taka tillit til ólíkra hópa og hagsmuna í miðborginni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. október 2016 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur lagðist gegn því að götum yrði lokað í miðbænum meðan á Iceland Airwaves-hátíðinni stæði. Lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins fram breytingartillögu á fundi borgarráðs þar sem gert var ráð fyrir að götum yrði aðeins lokað eftir hefðbundinn lokunartíma verslana. Meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu og vakti sú afgreiðsla mikla óánægju minnihlutans sem segir að um sáttatillögu hafi verið að ræða. „Hér er bara ein stefna og enginn vilji til að taka tillit til ólíkra hópa og hagsmuna í miðborginni.“

Tillagan, sem samþykkt var í dag, gerir ráð fyrir að Laugavegur, frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis, og Skólavörðustígur, frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Bankastræti, verði tímabundið gerð að göngugötusvæði dagana 2. til 6. nóvember 2016 vegna hátíðarinnar. Þar að auki verði Bankastræti lokað vegna opnunar Pönksafns Íslands þann 2. nóvember frá klukkan þrjú síðdegis til miðnættis.

Sem fyrr segir lögðust fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn gegn þessu og töldu rétt að lokanir giltu aðeins eftir hefðbundinn afgreiðslutíma verslunar. Bókaði minnihlutinn að finna yrði takt í því að miðborgin gæti verið bæði menningarborg og borg verslunar- og viðskipta. Óviðunandi sé að helstu verslunargötum borgarinnar sé lokað án nokkurs fyrirsjáanleika.

Meirihlutinn benti hins vegar á að mikil ánægja hefði ríkt með sumarlokanir í miðborg Reykjavíkur. Þá hefði verið samþykkt í borgarkerfinu á síðasta ári að loka götum við sérstök tilefni og var Airwaves sérstaklega tilgreint í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar