fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jóhannes: „Þetta er mjög slæmt. Þetta hljóta hafa verið mistök“

Klippt á ræðu Sigurðar Inga – Mistök, segir aðstoðarmaðurinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 1. október 2016 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir það hafa verið mistök að stöðva útsendingu frá flokksþingi Framsóknarflokksins þegar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tók til máls. Útsending var rofin fljótlega eftir að Sigmundur Davíð lauk máli sínu en hann flutti klukkustundarlanga ræðu. Sigurður Ingi fékk að tala í fimmtán mínútur og var að hefja sína ræðu þegar útsending var stöðvuð. Þetta kemur fram á RÚV.

Rauðglóandi símar hjá framsóknarmönnum

Á Eyjunni segir að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út eftir ræðu Sigmundar og framsóknarmenn í sal blístrað og klappað. Þá sagði Sigmundur hvergi betra að búa enn á Íslandi og þakkaði flokksmönnum stuðning þegar ráðist hefði verið á fjölskyldu hans, líkt og hann orðaði það. Þá sagðist hann vera mannlegur og sæi eftir mistökum.

„Ég er ekki óumdeildur stjórnmálamaður og það verð ég líklega aldrei.“

Sigurður hjólar í Sigmund

Þá sagði Sigmundur að hann ætlaði sér að sameina flokksmenn ef honum yrði treyst fyrir formannshlutverkinu. Sigmundur lét vera að hjóla í Sigurð Inga en annað var upp á teningnum í ræðu forsætisráðherra sem klippt var á. Sigurður skaut föstum skotum á Sigmund í ræðu sinni sem varði eins og áður segir í 15 mínútur. Sagði Sigurður að það væri ekki í anda Framsóknarflokksins að Sigmundur fengi klukkustund en forsætisráðherra aðeins 15 mínútur.

Þá sagði Sigurður Ingi að menn þyrftu að líta í eigin barm og erfitt væri að endurheimta traust.

„Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?

Framsókn yrði einangruð

Klippt var á þessa ræðu Sigurðar og segir Jóhannes Þór í samtali við Rúv að það hafi verið mistök að gera slíkt á þessum tímapunkti.

„Þetta er mjög slæmt. Þetta hljóta hafa verið mistök og er afar slæmt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt. Það stóð til að allar ræðurnar yrðu sýndar. Það hefur eitthvað klikkað annað hvort í tækni eða á öðrum stað. Það hljóta að hafa verið vitlaus skilaboð til tæknimanna.“

Ekki náðist í Jóhannes Þór vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv