fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Rauðglóandi símar hjá Framsóknarmönnum

Stuðningsmenn Sigmundar sagðir hafa í hótunum – Þungt í stuðningsmönnum beggja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 14:00

Stuðningsmenn Sigmundar sagðir hafa í hótunum – Þungt í stuðningsmönnum beggja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símar eru rauðglóandi hjá Framsóknarmönnum þessar stundirnar í aðdraganda formannskjörs á flokksþingi. Mikill þrýstingur er úr herbúðum beggja formannskandídatanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, á fulltrúa á flokksþingi flokksins sem hefst á morgun. Stuðningsmenn Sigurðar Inga saka stuðningsmenn Sigmundar um hótanir gegn flokksmönnum og mjög harkalega kosningabaráttu. Verði Sigmundur undir muni stuðningsmenn hans beita sér gegn nýrri forystu með eindregnum hætti og jafnvel segja sig hópum saman úr flokknum. Stuðningsmenn Sigurðar Inga eru sagðir leggja ofuráherslu á að flokkurinn verði óstjórntækur undir forystu Sigmundar og segja hann stýra flokknum með einræðistilburðum.

Þungt er í þeim Framsóknarmönnum sem DV hefur heyrt í í dag vegna stöðunnar innan flokksins nú daginn fyrir upphaf flokksþings og á það við um bæði stuðningsmenn Sigmundar og Sigurðar Inga. Segja þeir að langur tími muni líða þar til sár grói innan flokksins, hvor formannsefnanna sem muni hafa sigur. Ómögulegt sé hins vegar að segja hver niðurstaðan í formannskjörinu, sem fer fram á sunnudaginn, verði.

Skoðanakannanir sem birtust í gær, sem sýna að Sigurður Ingi höfðar mun frekar til kjósenda sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Framsóknar, gætu skipt máli þegar til formannskjörsins kemur. Um þetta eru viðmælendur DV sammála og segja að fulltrúar á flokksþingi hljóti að vega þá staðreynd og meta þegar komi að því að greiða atkvæði. Hið sama megi segja um þá staðreynd sem lýst er í DV í dag að forystumenn annarra flokka geti ekki hugsað sér að vinna með Sigmundi. Stuðningsmenn Sigmundar benda hins vegar á að hann njóti, samkvæmt sömu könnunum, góðs stuðnings innan Framsóknarflokksins sjálfs. Það sé hið eina sem skipti máli nú þegar komi að formannskjörinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni