fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hjálpræðisherinn borgar lóð fullu verði á meðan Félag múslima fær lóðina við hliðina ókeypis

Auður Ösp
Laugardaginn 8. október 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í gær var tekist á um úthlutun lóðar við Suðurlandsbraut þar sem Hjálpræðiherinn hyggst reisa hús undir starfsemi sína. Töldu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar rétt að undanþiggja samtökin byggingaréttargjaldi í ljósi starfsemi þeirra og nefndu sem dæmi að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi.

Þann 22. september síðastliðinn lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina til að
samtökin yrðu undanþegin byggingaréttargjaldi. Á borgarráðsfundinum í gær var tillagan felld með fjórum atkvæðum (Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna) gegn þremur atkvæðum (Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.)

Munu samtökin þurfa að greiða rúmlega 44 milljónir í gatnagerðargjald og byggingarréttargjald.

Bentu Sjálfstæðismenn og Framsókn á að Hjálpræðisherinn hefði í meira en 120 ár staðið fyrir umfangsmikilli hjálpar- og góðgerðastarfsemi í Reykjavík en samtökin hófu að veita heimilislausu fólki mat og húsaskjól auk margvíslegrar annarrar þjónustu löngu áður en eiginlegri velferðarþjónustu var komið á í borginni og hafa gert það með öflugum hætti allar götur síðan.Hjálpræðisherinn hyggðist nú flytja á nýjan stað í borginni og efla um leið starfsemi sína. Í ljósi þessarar starfsemi væri því rétt að samtökin yrðiundanþegin byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74 en greiði hins vegar gatnagerðargjald.

„Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir.“

Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kemur hins vegar fram að sá málflutningur að úthlutun lóðar til Hjálpræðishersins sé sambærileg við úthlutun lóðar til Félags múslima undir tilbeiðslustarf sé það villandi að hann hlýtur að teljast ámælisverður.

„Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni.

Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum – og að beiðni viðkomandi trúfélaga,“ kom fram í gagbókun og þá kom fram að starfsemi Hjálpræðishersins sé annars eðlis og að auki hafi félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar séu sáttir við. Þá hefði Hjálpræðisherinn ákveðið að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur.

Á meðan kemur fram í gagnbókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að ljóst sé að Ljóst er að borgaryfirvöldum bar ekki skylda til að úthluta umræddum trúfélögum lóðum á þessum stað. Fyrir liggi að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þurfi að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar