fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Landsvæði í Oregon hernumið af vopnuðum mönnum

Vilja skapa frísvæði til að nýta auðlindir án afskipta stjórnvalda – „Við gerum ráð fyrir að vera hérna í nokkur ár“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vopnaðra manna hefur hernumið svæði í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Svæðið er náttúruverndarsvæði í eigu bandaríska ríkisins en hópurinn ætlar sér að gera svæðið að einskonar frísvæði þar sem meðal annars bændur geta stundað búskap án afskipta stjórnvalda.

Frá þessu er meðal annars greint á vef NYDailyNews. Þá er myllumerkið: „#OregonUnderAttack“ vinsælasta myllumerkið á Twitter um þessar mundir.

Fram kemur að hernámið hafi hafist síðastliðinn laugardag, eftir að tveir bændur voru dæmdir í fangelsi fyrir sinubruna.

Fyrir hópnum fer maður sem heitir Cliven Bundy, en hann er bóndi frá Nevada. Svæðið sem um ræðir heitir „Malheur National Wildlife Refuge.“ Hópurinn, sem er vopnaður skotvopnum, hefur meðal annars tekið yfir byggingu, á vegum hins opinbera, og heimsóknarmiðstöð á svæðinu.

Ammon Bundy, sonur Cliven segir að hópurinn ætli ekki að yfirgefa svæðið í bráð.

„Við gerum ráð fyrir að vera hérna í nokkur ár,“ sagði Bundy í samtali við The Oregonian og bætti við að áform hópsins væru úthugsuð.

Fram kemur í fréttinni að hópurinn hyggst einnig taka yfir slökkviliðstöð á svæðinu.

Markmið hópsins er að gera svæðið að einskonar frísvæði fyrir þá sem vilja nýta auðlindir án afskipta stjórnvalda. Svæðið er mjög afskekkt og hefur Bundy hvatt aðra, sem einnig eru orðnir þreyttir á ágangi stjórnvalda, til að koma hópnum til aðstoðar.

Ekki er vitað með vissu hversu margir hafa slegist í hópinn en Bundy segir að það sé ekki ætlun hópsins að meiða fólk.

„Það stafar engum ógn af okkur og það hefur enginn orðið fyrir skaða í okkar aðgerðum.“

Bundy birti í dag myndband þar sem hann útskýrir hvað hópnum gengur til.

„Þetta verður svæði fyrir alla föðurlandsvini sem vilja búa hér. Við ætlum að frelsa landið svo að bændur geti stundað búskap, námumenn geti grafið og skógarhöggsmenn geti stundað skógarhögg. Hér gætu þeir stundað sína iðju undir verndarvængs fólksins í stað þess að lifa við kúgun stjórnvalda.“

Hér má sjá myndbandið í heild sinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=H264Z2v80vg?rel=0&hd=1&wmode=transparent]


!function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?’http’:’https’;if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+“://platform.twitter.com/widgets.js“;fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,“script“,“twitter-wjs“);

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar