fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Handtaka 16 ára stúlku kærð: Lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass

Hópur ungmenna frá Ólafsvík stöðvaður á leið til Reykjavíkur – Leitað að fíkniefnum í bíl þeirra á Akranesi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung stúlka hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir handtöku á Vesturlandi í ágúst í fyrra. Stúlkan var þá 16 ára og var leitað á henni án þess að haft væri samband við foreldra hennar eða barnaverndaryfirvöld.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en þar segir að stúlkan hafi verið látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku, sem einnig var undir lögaldri . Þar kemur fram að lögregluþjónn hafi skoðað kynfæri hennar og rass, án snertingar.

„Henni finnst að lögreglan eigi ekki að geta komist upp með svona án þess að neinn viti af því,“ segir Oddgeir Einarsson, lögmaður stúlkunnar.

Fram kemur að stúlkan var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla á Vesturlandi stöðvar bílinn. Ungmennin voru öll handtekin og færð á lögreglustöðina á Akranesi þar sem leit var framin.

Stúlkan segir að í klefanum framkvæmdi lögregluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan segist hafa hlýtt því og staðið nakin í fangaklefanum á meðan leitað var á henni. Fram kemur í fréttinni að ekki hafi verið haft samband við foreldra hennar né barnaverndaryfirvöld áður en leitin hófst.

„Lögmaður stúlkunnar hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að fá upplýsingar um það hvers vegna stúlkan mátti þola þessa meðferð. Þegar óskað var eftir gögnum málsins kom í ljós að lögregluskýrsla var ekki skrifuð um atvikið fyrr en eftir að lögmaður hafði hringt og spurst fyrir um málið, eða 22 dögum eftir atvikið,“ segir í Fréttablaðinu.

Í skýrslu lögreglunnar segir að nafnlaus ábending um að fíkniefni hafi verið í bíl ungmennanna hafi verið ástæðan fyrir leitinni. Þá segir einnig að stúlkan hafi ekki verið látin afklæðast. Lögregluþjónn hafi þess í stað kíkt ofan í nærbuxur hennar við leitina.

Stúlkan segir það ekki rétt og segir að hún hafi verið látin fara úr öllum fötunum. Enn fremur segist hún ekki hafa verið í nærbuxum þetta kvöld.

„Við erum að fara í þetta mál því þetta lá mjög þungt á henni. Hún verður fyrir andlegu tjóni og vill fá staðfestingu á því að þetta hafi ekki verið rétt gert,“ segir Oddgeir og bætir við:

„En alveg sama þó maður taki allt sem þeir segja, þá stenst þetta engan veginn og er alveg út í hött. Það er umdeilt hvort það hafi verið kíkt ofan í nærbuxur eða hún látin afklæðast algjörlega. Hvort fyrir sig er náttúrulega alls ekki rétt aðferð.“

Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi en fram kemur að lögreglan hafi ekki fundið nein fíkniefni við leitina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar