fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fókus

„Hver er þessi Alda Karen?“ 24 ára og troðfyllir Eldborgarsal Hörpu með námskeiði um sjálfstyrkingu

Auður Ösp
Mánudaginn 22. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist ekki oft að 24 ára gömul kona nái að troðfylla Eldborgarsal Hörpu með fyrirlestri sínum um markmiðasetningu og sjálfstyrkingu. Sú var engu að síður raunin síðastliðið föstudagskvöld þegar Alda Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp, hélt námskeiðið Life- Masterclass og gaf fólki góð ráð og miðlaði af reynslu sinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alda Karen troðfyllir Hörpuna en í september síðastliðnum hélt hún fyrirlestur í Norðurljósasalnum og sagði meðal annars frá leyndarmálum sínumn í sölu, markaðssetningu og lífinu sjálfu. Rétt eins og seinasta föstudagskvöld var fullt út úr dyrum á fyrirlestrinum og komust færri að en vildu.

Þrátt fyrir að vera einungis 24 ára á Alda Karen að baki fjögur ár sem stjórnandi. Hún seldi sitt fyrsta spons aðeinst 13 ára þá fyrir fótboltaliðið sitt, hún seldi sitt fyrsta milljónaspons áður en hún varð 18 ára og þegar hún varð 19 ára var hún orðinn sölu- og markaðsstjóri Sagafilm eins stærsta framleiðslufyrirtækis á Íslandi.

Alda starfar nú í New York sem sölu- og markaðsstjóri Ghostlamp og hefur setið fundi með sumum af stærstu fyrirtækjum heims líkt og Spotify, Facebook, Disney, Time Warner, US Mobile og fleirum.

Eftirvæntingin áþreifanleg

Andrés Jónsson almannatengill hjá Góðum Samskiptum er einn þeirra sem sótti fyrirlestur Öldu Karenar í september síðastliðnum og lýsir hann upplifun sinni í nýlegri bloggfærslu.

„Hver er þessi Alda Karen? Hún var óþekkt fyrir sex mánuðum og núna fyllir hún Eldborg,“ spyr hann í upphafi færslunnar.

Ljósmynd/Facebook.
Ljósmynd/Facebook.

Viðurkennir hann að hafa verið nokkuð skeptískur á efni fundarins þegar hann sá atburðinn fyrst auglýstan á facebook enda hafði hann aldrei heyrt minnst á fyrirlesarann.

„Forvitni mín var þó vakin og ég smellti á viðburðinn. Þarna var einhver 24 ára stelpa sem ég kannaðist ekkert við að bjóða fólki á frían fyrirlestur í 150 manna sal í Hörpu þar sem hún sagðist ætla að ljóstra upp leyndarmálunum sínum um velgengni í lífi og starfi.“

Andrés kveðst hafa skráð sig á atburðinn en hann hafði þó ákveðnar efasemdir um að 24 ára kona gæti kennt honum eitthvað sem hann vissi ekki nú þegar. Þær efasemdir hurfu þó þegar fregnir bárust af gífurlegri eftirspurn á fyrirlesturinn, svo mikilli að það þurfti að færa atburðinn yfir í Norðurljósasal Hörpu.

Þá lýsir hann stemningunni í salnum rétt áður en fyrirlestur Öldu Karen hófst.

„Eftirvæntingin sem var í loftinu þegar fólk streymdi upp stóru tröppurnar í Hörpu var hins vegar áþreifanleg. 800 manns litu í kringum sig í salnum, allir voru á svipinn eins og þeir væru einkar ánægðir með að vera í hópi hinna útvöldu á viðburði þar sem færri komust að en vildu, ritar hann og bætir við á öðrum stað.

„Andrúmsloftið í salnum var rafmagnað skömmu áður en þessi alls óþekkta stelpa með sitt óhóflega mikla sjálfsálit átti að stíga á svið og deila með okkur leyndarmálunum sínum markaðssetningu, sölu og lífið sjálft.“

Þá lýsir hann því þegar Alda Karen gekk inn á sviðið „hávaxin og limalöng með sítt hár eins og hippa-stelpa. Klædd í peysu og gallabuxur, converse-skó og með gleraugu.“ Segir Andrés að á meðan fyrirlesturinn hafi innihaldið ýmsar praktískar ráðleggingar þá hafi annað vakið hrifingu hans, en það var hvað Alda Karen náði einstaklega góðri tengingu við áhorfendur.

„Alda þorði að láta hluti flakka sem hefðu getað komið í bakið á henni. Hún var ekki að leika en margt hjá henni var mjög leikrænt og þar af leiðandi skemmtilegt. Hún sagði fjölmargar gamansögur af sjálfri sér, kettinum sínum og ömmu sinni, sem hún hefur grunaða um að vera þátttakanda í samsæri eldri borgara um að eyðileggja Facebook. Allt er það góðlátlegt grin.

Hún notar fjölmörg trix sem ég hef hingað til bara séð reynda fyrirlesara nota, tekur kúnstpásur til að skerpa athygli áhorfenda, er spontant, ávarpar það sem allir eru að hugsa strax í kjölfar þess að hún lætur eitthvað sjokkerandi flakka. Hún lætur íslenskt stórfyrirtæki í veitingabransanum heyra það. Þagnar og spyr síðan hvort við finnum hvað okkur líður vel í þögninni. Við kinkum öll kolli ósjálfrátt, enda á Alda okkur með húð og hári þegar þarna er komið við sögu.“

Þá bætir Andrés við á öðrum stað.

„Hún er einhvern veginn fyllilega til staðar. Nýtur þess að standa á sviðinu og tjáir tilfinningar sem allar eru sannar. Maður finnur það.“

Þá lýsir Andrés því þannig að eftir að fyrirlestrinum lauk hafi fólk gengið út úr salnum eins og í leiðslu.

„Við höfðum upplifað eitthvað sérstakt. Ekki misskilja mig, þetta var ekki eitthvað trúarlegt. Bara gleði yfir að hafa orðið vitni að manneskju sem tók stóran séns, lofaði leyndarmálum, við tókum séns á henni og það gekk upp Niðurstaða mín var að þetta væri líklega einn best heppnaði fyrirlestur sem ég hafi séð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“