Til hamingju með daginn Beyoncé

18 konur heiðra hana á afmælisdaginn

Söngkonan, lagahöfundurinn, dansarinn og leikkonan Beyoncé á afmæli í dag og er hún orðin 36 ára gömul. Af því tilefni opnaði hún vefsíðu þar sem sjá má 18 konur í lífi hennar, heiðra hana á afmælisdaginn með því að bregða sér í gervi hennar úr myndbandi lagsins Formation.

Á meðal kvennanna eru Blue Ivy, dóttir Beyoncé, fyrrum félagar hennar úr Destiny´s Child, Kelly Rowland og Michelle Williams og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, en hún og Beyoncé eru nánar vinkonur.

Á vefsíðunni er jafnframt linkur yfir á góðgerðarsamtökin Beygood Houston, þar sem Beyoncé í samstarfi við góðgerðarsamtök safnar framlögum til styrktar fórnarlömbum fellibylsins Harvey, sem olli miklu tjóni í Texas núna í ágúst. En Beyoncé er fædd í Houston í TExas.

Vinkonurnar Beyoncé og Michelle Obama.
Vinkonur Vinkonurnar Beyoncé og Michelle Obama.

dóttir Beyoncé.
Blue Ivy dóttir Beyoncé.

móðir Beyoncé.
Tina Knowles Lawson móðir Beyoncé.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.