fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Einari Bárðar ofbýður fúkyrða- flaumurinn: „Róleg með dónaskapinn og nafnakallið“

Fannst margir ganga of langt í gær

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2016 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laga- og textasmiðurinn Einar Bárðarson er búinn að fá sig fullsaddan af fúkyrðaflaumi, dónaskap og nafnakalli sem einkennir stundum umræðuna á Íslandi.

Þetta segir Einar á Facebook-síðu sinni. Tilefni skrifa hans er umræða gærdagsins um FIFA-málið svokallaða, en eins og kunnugt er hafnaði Knattspyrnusamband Íslands tilboði frá leikjaframleiðandanum EA Sports um að íslenska landsliðið yrði meðal liða í tölvuleiknum FIFA 17.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, útskýrði þessa ákvörðun sambandsins á þá leið að tilboð EA Sports hafi verið of lágt. Fyrirtækið, sem veltir milljörðum á milljarða ofan á ári hverju, hafi boðið sambandinu á aðra milljón króna og það hafi forsvarsmönnum KSÍ þótt of lágt.

Íslenska landsliðið er ekki í FIFA 17 en víkingaklappið verður með.
Ekki með Íslenska landsliðið er ekki í FIFA 17 en víkingaklappið verður með.

Margir stigu fram og gagnrýndu Geir harðlega vegna þessarar ákvörðunar. Stór orð voru látin falla um Geir og hans starfshætti og voru margir sem bentu á það að þarna hefði KSÍ látið stórkostlegt markaðstækifæri framhjá sér fara. Einar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé ánægður með að Geir hafi staðið fastur á sínu, málið hafi ekki snúist um peninga heldur um sæmdarrétt. Þá sé í lagi að gagnrýna en ekki með þeim hætti sem gert var í gær og sást víða á samfélagsmiðlum.

„Mér ofbýður fúkyrðaflaumurinn sem látinn er ganga yfir formann KSÍ á miðlum og samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn útaf þessu „frábæra markaðstækifæri“ sem landsliðið á að hafa misst af. Urðu bara allir sérfræðingar í tölvuleikjum á 5 mínútum? Átti bara að gefa rétt á notkun fánalita, landsliðsmerkja, búninga, nöfnum liðsmanna o.s.frv. fyrir 1,5 milljónir,“ spyr Einar.

Einar bendir á að varla sé hægt að kaupa notaðan bíl fyrir þessa upphæð.

„Frábært markaðstækifæri ? Það er árangur liðsins í sumar sem er frábær markaðsetning, stemningin í aðdáendum og hvernig þjóðin vann sem ein manneskja. Það vakti athygli um allan heim. Formaður KSÍ talar um það í fréttum að hann hefði vilja sjá tilboð á jafnréttisgrundvelli. Það segir mér að önnur lið fái miklu meiri pening fyrir sína þátttöku,“ segir Einar sem setur málið í samhengi.

„Það hefði þurft að selja 110 leiki miðað við að leikurinn kosti 13.995 (miðað við Elko-heimasíðuna ) til að borga fyrir „tilboðið“ sem EA sports bauð KSÍ. Í mínum huga snerist „nei-takk“ formannsins ekki um peninga heldur sæmdarrétt og hann seldi ekki sæmd landsliðsins á verði sem er á pari við notaðan, beinskiptan Hyundai Getz árgerð 2002. Það hefði verið kotbændaháttur og ég er ánægður með formanninn, þó ég sé eini íslendingurinn sem er það. Þetta er einstaklingur sem sniðið hefur umhverfi knattspyrnunnar og landsliðanna okkar þannig á Íslandi að aldrei nokkurntíma hefur náðst viðlíka árangur, þó leitað væri eftir honum í öðrum löndum. Ok, gagnrýnum og veraum virk og allt það – en róleg með dónaskapinn og nafnakallið. Í ALVÖRU,“ segir Einar Bárðarson að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum