fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Steinn Ármann: „Ég leit út og var bara orðinn eins og róni“

Auður Ösp
Föstudaginn 26. ágúst 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður reynir að fegra sjálfan sig. En ég leit út og var bara orðinn eins og róni. Maður hættir að bursta í sig tennurnar og hættir að þrífa sig. Það var ein, ung stúlka sem sagði: „Hann lyktar eins og útigangsmaður!“ Þetta var svolítið komið á þann stað,“ segir leikarinn og skemmtikrafturinn góðkunni Steinn Ármann Magnússon sem háði í mörg ár baráttu við Bakkus. Í dag hefur hann gefið áfengi upp á bátinn og tekið upp annan og heilbrigðari ávana: hreyfingu.

Í samtali við Hringbraut lýsir Steinn Ármann því hvernig hann drakk stíft á árum áður þegar hann og Davíð Þór Jónsson skemmtu landanum sem hinir goðsagnakenndu Radíusbræður. Vandamálið átti eftir að vinda upp á sig.

„Við vorum alltaf með bjór og héldum að við værum æðislegir. En svo var þetta þannig að mig að þetta varð hálf sorglegt. Ég fór að gefa í eftir því sem árin liðu og svo var maður bara komin með smá „rep.“

Steinn Ármann fór í tíu daga afvötnun á Vogi 2011 og taldi það nægja á þeim tíma; hann kynni að drekka. Svo reyndist ekki vera og hann fór í meðferð á ný árið 2014. Þá var hann að eigin sögn búin að gefast upp; tapa fyrir sjálfum sér. Á þeim tíma vildi hann bara fá að drekka í friði:

„Maðr verður bitur og leiðinlegur og orðljótur og hreinlega bara illur,“ segir hann og bætir við: „Fólkinu manns er náttúrulega ekkert sama og það lætur mann heyra það. Í staðinn fyrir að skammast mín varð maður bara reiður.“

„Það komu móment þar sem maður var kominn í hálfgert öngstræti og þá hugsaði maður bara: „Já ókei,þá verð ég bara róni,“ segir Steinn Ármann jafnframt. Hann kveðst hafa brennt brýr að baki sér með drykkjunni en það tilheyri fortíðinni. Í dag hefur honum aldrei liðið betur og stundar hjólreiðar og aðra hreyfingu af miklum móð. Hann saknar ekki áfengisins.

„Það fylgir þessu svo lítil vanlíðan. Þetta drykkjumunstur er mikil puð, þetta er erfiðisvinna. Þér er alltaf illt. Var ekki eitthvað breskt skáld sem sagði „Work is the curse of the drinking?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“