fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2024 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistar- og kvikmyndagerðakonan Alda Ægisdóttir vann til verðlauna á Sprettfisknum, stuttmyndakeppni Stockfish, annað árið í röð. Stuttmyndin „Sálufélagar“ hlaut titilinn Tilraunaverk ársins, en árið 2023 hlaut Alda sömu viðurkenningu fyrir „Söguna af bláu stúlkunni.“

Alda er 24 ára og mun útskrifast í vor með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. „Með verkum mínum skapa ég litríka ævintýraveröld úr efnum eins og textíl, leir, pappamassa, vír, og fleiru. Árið 2022, á fyrsta árinu mínu í Listaháskólanum, fór ég að nota „stop-motion“-miðilinn til að lífga við veröld skúlptúra minna. Nú hef ég búið til tvær „stop-motion“-stuttmyndir, Söguna af bláu stúlkunni og Sálufélaga,“ segir Alda.

Skjáskot úr Sálufélagar.

Dómnefnd Sprettfisksins segir um Sálufélaga, sem vann í ár:

„Sálufélagar dró okkur inn í heim sem að okkur fannst bæði frumstæður og undarlega kunnuglegur. Við vorum umvafin dásamlegu sjónarspili lita og „lífrænna“ formgerða, heilluð af verunum sem að við hittum fyrir og gáttuð á nánum samskiptum lífsformanna.

Við mættum okkar eigin tilfinningum varðandi sálufélaga, bæði fornum og samtímalegu konsepti og okkur fannst skapandinn framkvæma það sem við ætlumst til af tilrauna-fólki okkar og ná að fullgera eitthvað á brún hengiflugsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024