fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. apríl 2024 20:29

Katrín Myrra. Mynd/@kringolfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni. 

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn á SpotifyApple Podcasts eða hlaðvarpsþjónustu Google. 

Katrín Myrra gaf út fyrsta lagið sitt, „Lies“, árið 2020 en það tók hana langan tíma að þora að taka fyrsta skrefið. „Þegar ég var yngri var þetta hundrað prósent eitthvað sem mig langaði að gera en ég fékk smá að heyra að þetta yrði ógeðslega erfitt og ekki endilega raunhæft. Þannig ég hélt að ég myndi aldrei gera þetta,“ segir Katrín Myrra, sem naut þess að syngja og prófa sig áfram í leiklist á barnsaldri.

„En síðan hugsaði ég bara: „Fokk it, af hverju ekki?“ Þegar ég var í kringum tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvar ég átti að byrja en hafði samband við pródúser og við létum vaða.“

Berskjaldar sig í tónlistinni

Katrín Myrra skrifar mjög persónulega lagatexta sem byggja á hennar upplifunum og reynslu. Hún segir að til að byrja með hafi það verið stressandi að gefa út lögin en nú sé sagan önnur.

„Í dag líður mér eins og ég sé búin að sleppa tökunum á því hvað fólki finnst um það sem ég er að syngja um. En auðvitað er smá spenna í kringum það, en ég er ekki jafn stressuð yfir því. Textar eru eitthvað sem kom mér út í tónlist. Ég var mikið að skrifa ljóð þegar ég var yngri en ég hélt aldrei að ég myndi gera eitthvað með það. Síðan byrjuðu textarnir að verða persónulegri,“ segir hún.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by katrinmyrra (@katrinmyrra)

Karllægur bransi

Aðspurð hvort það sé erfiðara fyrir konur að brjótast inn í tónlistarbransann segir Katrín Myrra:

„Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið. Ef maður horfir á það sem rannsóknir sýna, þá eru konur mjög mikið undir sem pródúser. Núna eru konur byrjaðar að koma mikið meira fram, sem mér finnst geggjað. En maður þarf alveg að taka pláss.

Það vinna fleiri karlmenn í þessum bransa og þá er kannski auðveldra fyrir þá að vera með tengingu inn í bransann. Þeir eru félagar og þekkja hinn og þennan og það er kannski erfiðara fyrir konur því þær eru ekki með jafn mikil sambönd.“

Sterkt systrasamfélag

Katrín Myrra segir að þetta snúist ekki um að taka sviðsljósið frá karlkyns flytjendum heldur að stækka sviðið svo fleiri konur komist að.

„Allir þessir tónlistarmenn sem eru í dag út um allt eru geggjaðir tónlistarmenn og eiga allir að vera í sviðsljósinu, hundrað prósent, en mér finnst það mega auka fjölbreytileikann hjá konum eða taka fleiri konur inn.“

Hún segir að systrasamfélagið í bransanum sé sterkt. „Ég er búin að kynnast fullt af tónlistarkonum út frá samfélagsmiðlum og það er ótrúlega gaman að við séum að peppa hver aðra. Mér finnst eins og þetta sé að verða að einhverju.“

Sjá einnig: „Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

Fylgstu með Katrínu Myrru á InstagramTikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Hide picture