fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Fókus
Mánudaginn 22. apríl 2024 10:58

Taylor Swift er öflug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tímaritið Vogue svipti um helgina hulunni af manninum sem sér um að hjálpa stórstjörnunni Taylor Swift að halda sér í formi. Taylor, sem er 34 ára, er ein allra vinsælasta tónlistarkona heims um þessar mundir.

Einkaþjálfari Swift heitir Kirk Myers og er eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Dogpound Gym en aðgangur þar er ekki fyrir hvern sem er. Mánaðarkort í stöðinni getur kostað nokkur þúsund dollara. Kirk kynntist Swift í gegnum sameiginlegan vin þeirra og hefur hann verið einkaþjálfari hennar í tíu ár.

Aðspurður hver rútína Swift er segir Kirk að hún sé „mjög erfið og einhverjir myndu líklega kasta upp eða þurfa að leggjast í gólfið“ eftir að hafa tekið sömu æfingu og hún.

Kirk segir að Swift æfi eins og afreksmanneskja í íþróttum. Þegar koma róleg tímabil, til dæmis þegar hún er ekki á tónleikaferðalagi, fer hún í ræktina sex daga í viku og æfir í tvær klukkustundir í senn. Einblínir hún á styrktaræfingar, sérstaklega fyrir kvið og bak.

Þegar meira er að gera hjá söngkonunni, til dæmis á tónleikaferðalögum, æfir hún að jafnaði tvisvar í viku og þá einbeitir hún sér að einskonar viðhaldi. Gerir hún æfingar til að viðhalda styrk og liðleika.

Mikið hefur mætt á Taylor Swift að undanförnu en hún Eras-tónleikaferðalag hennar hefur tekið mikla orku frá henni. „Ímyndaðu þér að halda þriggja tíma tónleika í þrjá, fjóra daga í röð og svo loksins þegar þú færð frí mætirðu samt í ræktina. Það er Taylor.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum