fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Meintur barnaníðingur spilar á Secret Solstice

Afrika Bambaataa sakaður um alvarlegt kynferðislegt ofbeldi gegn drengum – mun spila á Íslandi í sumar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. apríl 2016 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa fjórir karlmenn stigið fram og sakað tónlistarmanninn Afrika Baambaata um að hafa misnotað þá þegar þeir voru á barnsaldri. Tónlistarmaðurinn mun koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í júní næstkomandi.

Hið rétta nafn Afrika Bambaataa er Kevin Donovan en hann er 59 ára gamall. Hann sló rækilega í gegn á níunda áratugnum með laginu Planet Rock og er hann og hljómsveit hans, Zulu Nation, sagðir hafa meðal annarra komið rappinu á heimskortið.

New York Daily News birti viðtal við fjóra karlmenn í síðustu viku, þar af nokkra undir nafnleynd, sem sögðu tónlistargoðsögnina hafa misnotað sig kynferðislega.

Hassan Campbell lýsir samskiptum sínum í viðtalinu og segir Kevin hafa leyft honum að búa hjá sér þegar hann var tólf ára gamall, skömmu eftir að Kevin sló í gegn á níunda áratugnum.

„Húsið hans var það skemmtilegasta í heimi,“ segir Campell í viðtaliniog heldur áfram: „Þarna voru frægir einstaklingar, tónlistarmenn og hverfishetjur. Þetta var besti staðurinn til þess að vera á, og á sama tíma sá versti.“
Hann segir Kevin hafa misnotað hann ítrekað þegar hann var tólf, þrettán ára gamall. Hann segir Kevin hafa gefið honum peninga, mat og húsaskjól í staðinn, en heimilisaðstæður Campell voru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.
Allir þeir sem voru í viðtali við Daily News lýsa sömu aðferðinni þegar Kevin misnotaði þá. Hann sýndi þeim öllum klámfengið efni og hafði við þá munnmök til að byrja með. Síðan sannfærði hann piltana um að þeir væru ekki samkynhneigðir þó hann væri að hafa við þá munnmök.

Frá Secret Solstice hátíðinni
Secret Solstice Frá Secret Solstice hátíðinni

Annar maður sem segir hipp-hopp stjörnuna hafa misnotað sig, er Ronald Savage. Sá segist vilja breyta lögum um fyrningu á kynferðisbrotum gegn börnum í New York. Þar er fyrningafresturinn þar til viðkomandi verður 23 ára gamall.

Ronald segist hafa hitt Kevin þegar hann var fjórtán ára gamall, en hann er að nálgast miðjan aldur ú dag. Kevin byrjaði nánast að misnota hann við fyrstu kynni. Þá hafi annar maður á heimilinu gert tilraun til þess að misnotað hann einnig. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan þar sem Ronald lýsir ofbeldinu með nokkuð nákvæmum hætti.

Kevin sjáfur hefur neitað ásökunum og heldur því fram að um sé að ræða einhverskonar samsæri stjórnvalda til þess að knésetja hann og hljómsveitina Zulu Nation. Eins hefur Zulu Nation, sem er nokkurskonar samtíningur af stjórnmálaþenkjandi hip hop listamönnum, einnig varið Kevin opinberlega.

Óhætt er þó að segja að umfjöllunin hafi hrist verulega upp í tónlistarlífinu í New York. Þannig segja sumir tónlistarmenn sem hafa verið lengi í bransanum, að fréttirnar um Kevin hafi ekki komið sér á óvart, þar sem sterkur orðrómur hafi gengið lengi um að hann væri að beita drengi kynferðislegu ofbeldi.

Eins og fyrr segir þá er Kevin, eða Afrika Bambaataa á leið til Íslands og mun hann spila á Secret Solstice hátíðinni. DV reyndi að ná sambandi við upplýsingafulltrúa hátíðarinnar, Ósk Gunnarsdóttur, án árangurs þó.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=aLEFDPTrw-o?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Hér má sjá slagarann hans, Planet Rock.

Því er ekki ljóst hvort Afrika Bambaataa hafi aflýst tónleikaferð sinni vegna málsins eða hvort hann muni spila á hátíðinni.

Hér fyrir neðan má horfa á myndband þar sem Ronald Savage lýsir ofbeldinu sem hann var beittur. Við vörum sterklega við myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu