Fókus

TÍMAVÉLIN: Óttuðust um líf konungs – Var ólmur í að fróa sér

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. júní 2018 21:00

Hann gat ekki hamið sig

Danmörk hefur átt marga hæfa konunga og drottningar í gegnum tíðina. Kristján VII var ekki einn af þeim en hann var uppi frá 1749 til 1808.

Kristján þessi var andlega vanheill og bæði bróðir hans og sonur stýrðu ríkinu í hans stað.

Hann var ofstækisfullur, haldinn ofsóknarbrjálæði og ofbeldishneigður.

Iðulega hélt hann á krár Kaupmannahafnar með fylgdarliði sínu og olli þar miklum óskunda. Í matarveislum hagaði hann sér kjánalega og kastaði mat í gesti. Stundum lamdi hann fólk með gaddakylfu án nokkurrar ástæðu og var þá jafnan umkringdur lífvörðum.

Gekk ekki heill til skógar

Ólmur í að fróa sér

Eitt af stærstu vandamálum Kristjáns var hversu mikið hann fróaði sér, bæði í einrúmi og fyrir framan annað fólk.

Var það mikið rætt í hirðinni og talið vandamál alls ríkisins þar sem læknar óttuðust að hann yrði ófrjór.

Aðrir læknar töldu að konungurinn yrði blindur af öllu þessu togi eða myndi á endanum drepa sig.

Vitaskuld leitaði drottningin Matthildur, kona hans, í arma annars manns, þýsks læknis að nafni Johann Struense, og missti hann höfuðið fyrir vikið.

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hilmir Snær hefur beðið í tvö ár án svars: Þykir leitt að leika ekki fræga tónskáldið Debussy

Hilmir Snær hefur beðið í tvö ár án svars: Þykir leitt að leika ekki fræga tónskáldið Debussy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bestu tíst vikunnar á einum stað: „Hvaða litli pottormur er að sturta í sig e-pillum og senda fyrirspurnir á Vísindavefinn“

Bestu tíst vikunnar á einum stað: „Hvaða litli pottormur er að sturta í sig e-pillum og senda fyrirspurnir á Vísindavefinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar útbjó leiðarvísi aðkomumannsins – How do you like Icel… Keflavík

Ívar útbjó leiðarvísi aðkomumannsins – How do you like Icel… Keflavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulda er stoltur keppandi í Miss Universe Iceland og segir gagnrýnendum til syndanna – Það þarf sjálfstraust til að koma fram í bikiní

Hulda er stoltur keppandi í Miss Universe Iceland og segir gagnrýnendum til syndanna – Það þarf sjálfstraust til að koma fram í bikiní