Fókus

Ester Eva er látin – Lifði í 3 daga, sem gift kona – „Hún trúði á merki um líf eftir dauðann og ég fann fyrir slíku sólarhring eftir að hún skildi við“

Hjartnæmar brúðkaupsmyndir – alltaf jákvæð og brosandi – barðist fram á síðasta dag – Hún var drifin áfram af jákvæðni – Safnað fyrir börnin

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Þriðjudaginn 13. júní 2017 23:55

„Í dag hefði fallega systir mín og maðurinn hennar haldið brúðkaupsveisluna þeirra og þess vegna komum við öll saman eins og hún hefði viljað.“

Þetta segir Sara Dís Gunnarsdóttir um systur sína, Ester Evu Gunnarsdóttur sem lést langt fyrir aldur fram þann 2. júní síðastliðinn aðeins 28 ára gömul. Ester Eva hafði ætlað að gifta sig þann 3. júní. Þegar ljóst var að litlar líkur væru á að Ester myndi lifa þann dag var brúðkaupinu flýtt. Hún giftist sínum heittelskaða 31. maí, á spítalanum, þar sem hún hafði tekist á við veikindi sín. Hún vissi að hún væri að deyja og stutt væri í kveðjustund. Hún reyndi að hughreysta sína nánustu, blítt og með bros á vör, því þannig var Ester Eva, alltaf að hugsa um aðra. Hún lifði í 3 daga, sem gift kona.

Hamingjusöm fjölskylda. Ester og Spencer eignuðust tvo myndarlega stráka
Fyrir veikindi Hamingjusöm fjölskylda. Ester og Spencer eignuðust tvo myndarlega stráka

Ester eignaðist tvö börn með sambýlismanni sínum Spencer Hall; Óðin Al­ex­and­er sem er nú þriggja ára og Vikt­or Þór sem er níu mánaða. Ester Eva greindist með magakrabbamein á fjórða stigi þann 13. janúar á þessu ári. Aðeins fimm mánuðum síðar var hún látin. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir eiginmann hennar og unga syni en feðgarnir standa illa fjárhagslega eftir að hafa varið hverri krónu í dýrar krabbameinsmeðferðir.

Ester Eva barðist hetjulega fram á síðasta dag, fyrir drengina sína tvo, sambýlismann, fjölskyldu sína og vini.

Við getum lært margt af Ester. Hún kennir okkur að fara ekki í manngreiningarálit, að beita jákvæðni á erfiðum stundum. Hugsa um þá sem minna mega sín. Hrósa og brosa. Vera góð mamma. Hún kennir okkur að lífið er ósanngjarnt á sama tíma og þar er hægt að finna ólýsanlega fegurð. Hún kennir okkur að elska lífið. Og nýta tímann. Þetta er Ester. Við heiðrum minningu hennar með því að muna hana svona.

„Ég spurði mig, af hverju hún?“

„Hún er gömul sál og hennar bíður annað hlutverk,“ segir Gunnar Gunnarsson, faðir Esterar, í samtali við DV. Hann tekst nú á við sína erfiðustu daga. „Hún tókst á við veikindi sín af æðruleysi og fram á síðasta dag var hún alltaf að hugsa um aðra en sjálfa sig. Ef hún fékk heimsókn á spítalann þá hafði hún áhyggjur að gestum væri kalt og bauð þeim þá sjalið sitt. Hún var alltaf brosandi.“

Gunnar segir ótal spurningar hafa leitað á hugann þegar hann frétti af veikindum dóttur sinnar.

„Ég spurði mig, af hverju hún, hún sem á allt lífið fram undan. Tveggja barna móðir, sem á einn yndislegan þriggja ára dreng og svo annan nokkurra mánaða sem er alltaf brosandi út að eyrum eins og hún. Af hverju er þetta lagt á hana?“

Gunnar bætir við að ef hann hefði getað valið hefði hann tekið þessar byrðar á sig fyrir dóttur sína.

„Hún er bara 28 ára. Þetta var svo ósanngjarnt og óréttlátt. En henni hefur verið ætlað annað hlutverk á öðrum stað. Ég hef ákveðið að trúa því.“

Gunnar bætir við: „Hún tókst á við krabbameinið af yfirvegun, hún var róleg og jákvæð og aðdáunarvert að fylgjast með henni. Hún leitaði ekki eftir vorkunnsemi heldur horfði á það jákvæða, að þykja vænt um sjálfa sig og sagði að þiggja jákvæða strauma væri áhrifaríkara í baráttunni við krabbameinið.“

Alltaf brosandi
Ester Alltaf brosandi

Starfaði um tíma sem fyrirsæta

Ester tók bæði þátt í Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland. Þá starfaði hún einnig um tíma sem fyrirsæta. Það gaf henni samt ekki þá lífsfyllingu sem hún leitaði að og sótti hún því á önnur mið.

Gunnar segir að við getum lært margt af Ester:

„Hún snerti svo mörg hjörtu þessi elska. Við vildum að sem flestir sem voru með henni síðustu dagan tækju kærleikann og hlýjuna með sér, og æðruleysið sem hún sýndi á þessum erfiðu tímum. það eru fullt af fiskum í sjónum, en fáir gullfiskar eins og hún.“

Myndarleg ung kona, Ester tók þátt í Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland
Löngu fyrir veikindi Myndarleg ung kona, Ester tók þátt í Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland

Ester Eva fluttui til Boston með móður sinni, Rósellu, þegar hún var 6 ára og giftist móðir hennar Ágústi Gunnarssyni. Þau eiga saman stelpurnar Anita Mist Gunnarsson og Tanya Líf Gunnarsson.

„Frænka hennar, Laini Marie Mosty sem er íslensk var hjá henni nótt sem dag eftir að hún veiktist. Hún var Ester gríðarlega mikill stuðningur og hjálpaði til við að draga úr álagi á Rósellu og Ágúst á heimili þeirra þar sem hún var í heimahjúkrun.“

Gunnar kveðst vilja þakka Laini Marie sérstaklega fyrir að styðja við bakið á dóttur sinni á erfiðum stundum. Segir Gunanr að móðir Ester, Rosella og eiginmaður hennar, Ágúst hafi verið Ester stoð og stytta í veikindunum.

„Laini Marie er yndisleg sál og minnir um margt á Ester Evu mína. Sá tími sem hún var með Ester minni var afar dýrmætur.“

Kveðja Gunnars til dóttur sinnar

„Í dag er ég sorgmæddur,í dag er ég leiður,í dag er ég niðurbrotin maður,í dag er ég samt glaður að dóttir mín hún Ester Eva sé loksins laus undan þeim hræðilegu þjáningum sem lagðar voru á hana undanfarna mánuði.í gærkvöldi föðmuðust við og við kysstumst.í gærkvöldi áttum við síðustu andartökin okkar saman,Í gærkvöldi var ég hjálparlaus og vonlaus að geta ekki gert neitt, ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut til að þér liði betur, ástin mín,Hún Ester Eva mín, þessi ljósengill, sofnaði í gær og dó í svefni í morgun.Í morgun slökknaði á öðrum demantinum mínum að eilífuÍ morgun losnaði Ester Eva mín við þrautir og pínuÍ morgun fór Ester Eva á móti ljósinu og kærleikanumÍ morgun leið dóttur minni loksins yndislegaÉg elska þig af öllu mínu hjarta engillinn minnGóða ferð ljósið mitt, góða ferð“Kveðja Pabbi.

Frá fyrirsætuferlinum
Frá fyrirsætuferlinum

Náin vinkona tjáir sig

Sat fyrir hjá Adidas
Sat fyrir hjá Adidas

Christina Brown var ein af nánustu vinkonum Ester Evu síðan þær voru 11 ára gamlar. Hún segir í samtali við DV:

„Hún var vinaleg og góð við alla í kringum sig, og einstaklega gefandi og hugulsöm. Hún var dásamleg móðir sem gerði allt fyrir börnin sín, hún var mikið fyrir náttúrulegar lausnir og bjó til dæmis til sína eigin sólarvörn og sitt eigið tannkrem fyrir strákana sína.

Hún var líka ófeimin við að tjá skoðanir sínar og kom alltaf mjög hreint fram. Ég held að fólk hafi virkilega kunnað að meta þann eiginleika hjá henni. Hún lagði mikið upp úr því að láta fólkinu í kringum sig líða vel. Hún fann tilefni til að koma í heimsókn með gjafir og þegar ég átti afmæli var hún alltaf fyrst til að mæta á svæðið með blóm og fallegar gjafir sem hún hafði að sjálfsögðu búið til sjálf. Hún var alltaf sú fyrsta til að bjóða sig fram ef einhver þurfti hjálp.

Í eitt skipti gekk hún upp að að fötluðum, heimilislausum manni í hjólastól og spurði hann hvort hann vantaði eitthvað, hvort hún gæti fært honum eitthvað. Hún fór og keypti handa honum kaffi og þegar hún sá að hann átti erfitt að með að halda á bollanum bauðst hún til að hjálpa honum að drekka. Þegar hún sá að hann slefaði notaði hún vettlinginn sinn til að þurrka það af andlitinu á honum.

Ég veit ekki hversu margir myndu ganga svona langt til að hjálpa einhverjum. Hún sagði við mig að þessi maður gæti alveg eins verið einhver í fjölskyldunni hennar, og hún sá sig knúna til að koma honum til hjálpar.“

Fólkið í fyrsta sæti

Christina segir að jafnvel þegar Ester Eva var orðin mjög veik og kvalin vegna sjúkdómsins þá hafi hún engu að síður alltaf sett fólkið í kringum sig í fyrsta sæti.

„Þegar ég var hjá henni, seinustu vikurnar í lífi hennar þá hagaði hún sér aldrei eins og veik manneskja. Þú heyrðir hana aldrei kvarta. „Líður þér illa? Er þér kalt? Á ég að hækka hitann?“ spurði hún mig. Hún hafði alltaf miklu meiri áhyggjur af okkur heldur en af sjálfri sér.

Stóra stundin nálgast
Ester Eva ásamt föður sínum Stóra stundin nálgast

Hún sagði mér að það væri ýmislegt sem hún ætti eftir að gera áður en dó. Hana langaði að gera það að ævistarfi að hjálpa fólki á einn eða annan hátt.

Christina var aðalbrúðarmærin í brúðkaupi Esterar og Spencer. „Ég held að það hafi hjálpað henni mikið þessa seinustu mánuði að geta einblínt á brúðkaupsundirbúninginn, að þurfa ekki að hugsa endalaust um veikindin. Seinustu dagana fyrir athöfnina fylgdist ég með henni nota allan styrkinn sem hún átti til að uppfylla þennan draum. Bara það að klæða sig í brúðarkjólinn var átak fyrir hana. Giftingarathöfnin var eitthvað það fallegasta en jafnframt það dapurlegasta sem ég hef upplifað.“

„Hún sagði mér að það væri ýmislegt sem hún ætti eftir að gera áður en dó. Hana langaði að gera það að ævistarfi að hjálpa fólki á einn eða annan hátt. Ég sagði henni að hún gæti gert það í gegnum okkur. Við gætum okkar tekið hennar gildi inn í líf okkar og lifað eftir þeim og heiðrað þannig minningu hennar.“

Sterkt systrasamband

Ester tekur utanum son sinn
Faðmar son sinn Ester tekur utanum son sinn

Hún dró fram það góða í öllum. Hún var alltaf til í að prófa nýja hluti og reyndi líka alltaf að draga aðra með.

Sara Dís Gunnarsdóttir er yngri hálfsystir Esterar Evu en sjö ár skilja þær að. Þær ólust að mestu leyti upp í sitt hvoru landinu, Ester Eva í Bandaríkjunum hjá móður sinni og Sara Dís hjá pabba þeirra á Íslandi. Samband þeirra systra var engu að síður sterkt.

„Hún fann tilganginn með lífinu snemma. Hún var alltaf brosandi og alltaf glöð. Hún fann alltaf tilefni til að hrósa mér fyrir hitt og þetta og segja mér hvað hann þætti vænt um mig. Hún dró fram það góða í öllum. Hún var alltaf til í að prófa nýja hluti og reyndi líka alltaf að draga aðra með. Henni tókst alltaf að láta allt líta út fyrir að vera skemmtilegt og jákvætt og spennandi, hún sá aldrei neikvæðu hliðarnar á hlutunum.

Heldur syni sínum þétt að sér
Ester og sonur hennar Heldur syni sínum þétt að sér

Hún var alltaf að hvetja mig til að gera hluti sem ég þorði ekki. Ég var alltaf feimin, andstætt við hana. Ég man eftir einu skipti þar sem við vorum saman í molli úti í Bandaríkjunum og sáum svona dans tölvuleik þar sem maður átti að standa fyrir framan flatskjá og dansa við lagið sem kom upp. Við sáum krakka að vera að dansa og hún vildi endilega að við skelltum okkur, en ég ætlaði sko ekki að þora. Svo kom Gangnam Style-lagið. „Förum út fyrir þægindarammann okkar, þú átt ekki eftir að sjá eftir því,“ sagði hún. Sem endaði með því að við prófuðum og skemmtum okkur stórvel.“

Mátti aldrei gera neitt fyrir hana

Ester Eva setti sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti að sögn Söru. „Það mátti aldrei gera neitt fyrir hana, vegna þess að hún hugsaði alltaf um alla aðra á undan sjálfri sér. Það sást vel þegar hún lá á spítalanum og var orðin mjög veik. Þegar við vorum hjá henni vildi hún bara einblína á okkur, hvað við værum að gera yfir daginn, hvað væri að frétta af okkur eða hvernig okkur liði, og svo sagði hún að við þyrftum ekki að vera hjá henni ef okkur leiddist. Hún var enn þá að hugsa um okkur þó svo að við ættum að vera að hugsa um hana. Jafnvel þegar hún var orðin mjög veik og máttlaus þá reyndi hún eins og hún gat að tala við mig og spyrja hvernig ég hefði það eða segja eitthvað fallegt við mig eins og „vá hvað þú ert fín í dag.“

Ester og Spencer höfðu beðið lengi eftir þessum degi. Spencer rennir hring á fingur sinnar heittelskuðu
Stóra ástin Ester og Spencer höfðu beðið lengi eftir þessum degi. Spencer rennir hring á fingur sinnar heittelskuðu

Tré út um allan heim, tré sem tákna hana

Gestirnir í brúðkaupi Esterar og Spencer komu víða að, frá mörgum mismunandi fylkjum í Bandaríkjunum og líka frá öðrum löndum.

Í dag hefði fallega systir mín og maðurinn hennar haldið brúðkaupsveilsuna þeirra og þess vegna komum við öll saman eins og hun hefði viljað ❤Þetta sem er inni rammanum samdi hun sjálf til okkar og það hljómar svona:Share your thoughtsOr share your heartWhen you're donePlease sign your name,So we know fromWhom it came.Then we will hangThis on our wallSo sweet, thisDay, we will recall!Svo gerði hun þessar krukkur handa öllum til þess að fylla af nammi og taka með heimHún bjó lika til litla poka handa öllum með 9 tráfræum í svo allir gæti plantað tré i garðinum sinum í kringum allan heimin.Svo góðhjartaður engill sem við eigum
Sara Dís skrifar: Í dag hefði fallega systir mín og maðurinn hennar haldið brúðkaupsveilsuna þeirra og þess vegna komum við öll saman eins og hun hefði viljað ❤Þetta sem er inni rammanum samdi hun sjálf til okkar og það hljómar svona:Share your thoughtsOr share your heartWhen you're donePlease sign your name,So we know fromWhom it came.Then we will hangThis on our wallSo sweet, thisDay, we will recall!Svo gerði hun þessar krukkur handa öllum til þess að fylla af nammi og taka með heimHún bjó lika til litla poka handa öllum með 9 tráfræum í svo allir gæti plantað tré i garðinum sinum í kringum allan heimin.Svo góðhjartaður engill sem við eigum

„Eitt af því sem hún bjó til fyrir brúðkaupið voru litlir pokar handa hverjum gesti. Í hverjum poka voru níu tréfræ. Hún bað um að gestirnir myndu taka pokana með sér heim og planta fræjunum í garðinum hjá sér, þannig að núna verður hægt að finna trén hennar út um alla heim, tré sem tákna hana.“

Sara segir það huggun að vita að Ester og Spencer fengu tækifæri til að ganga í hjónaband áður en Ester kvaddi, enda hafi það sést langar leiðir hversu ástfangin þau voru. „Þetta var ótrúlega falleg stund, þó svo að það hafi tekið á að sjá hana koma inn í hjólastólnum með lyfjastandinn á eftir sér. Hún var að sjálfsögðu búin að snerta hjörtu allra á deildinni og það var fallegt að sjá hvað starfsfólkið gerði allt sem það gat til að gera daginn ánægjulegan, redduðu mat og kampavíni og hjálpuðust öll að.

„Ég lærði svo ótrúlega margt af henni, eins og það að bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni og endurnýta hlutina í kringum mig. Henni var mjög umhugað um það að endurnýta föt og húsgögn, hún verslaði oftar en ekki í Rauða Kross búðum og keypti notuð húsgögn.

Hún kenndi okkur það að njóta lífsins af því að maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun. Og hún kenndi manni að sjá það jákvæða í öllu, sama hvað það er.“

Sara segir um Ester

„Hún var alltaf svo glöð, hrósaði öllum i kringum sig á hverjum einasta degi, og var alltaf til í allt. Skil ekki af hverju svona góðhjörtuð manneskja er tekin frá manni. Þú varst svo góð systir og kenndir mér svo margt, er ótrúlega þakklát fyrir þig og að hafa eitt seinustu vikunum með þér. Þú ert ekki bara góð systir heldur líka mamma, frænka, vinkona,eiginkona og dóttir. Allir ættu að eiga eina Ester Evu.“

Trúði á líf eftir dauðann

„Hún trúði alltaf á merki um líf eftir dauðann og lofaði að senda mér helling af þeim. Ég fann fyrir slíku innan við sólarhring eftir að hún skildi við. Ég finn alltaf fyrir henni nálægt mér, það er ekki möguleiki að ég gæti komist í gegnum þetta án hennar,“segir Spencer Hall, eftirlifandi eiginmaður Esterar Evu.

„Hún trúði alltaf á merki um líf eftir dauðann og lofaði að senda mér helling af þeim. Ég fann fyrir slíku innan við sólarhring eftir að hún skildi við.

„Við Ester náðum að eiga 10 ár saman og ég get varla lýst öllu sem ég lærði á þeim tíma, með því að umgangast hana, vera í kringum hana og sjá hvernig hún kom fram við fólkið í kringum sig. Hún var með ótrúlega stórt hjarta og vildi alltaf öllum svo vel. Hún sagði að allir ættu að fá sömu tækifæri. Hún gekk oft langt í því að láta fólkinu í kringum sig líða vel, jafnvel bláókunnugu fólki.“

Ester Eva var eftirsótt sem fyrirsæta og hefði getað haft góðar tekjur upp úr því. „En hún kaus frekar að vinna að málefnum sem henni fannst skipta máli. Hún vann til dæmis í ár fyrir Children´s International, samtök sem hjálpa fátækum börnum í Suður Ameríku og Afríku. Þá stóð hún niðri í bæ og stoppaði vegfarendur og fékk þá til að gerast styrktaraðilar fyrir samtökin. Og henni gekk mjög vel í því. Hún vildi frekar gera það og fá einhverja tíu dollara á tímann í staðinn fyrir að vinna sem módel og fá rífandi tekjur.

Ester og Spencer í faðmlögum. Loks hjón, ástfangin.
Þar til dauðinn aðskilur ykkur Ester og Spencer í faðmlögum. Loks hjón, ástfangin.

Það var líka í takt við hana; hún var svo sannarlega ekki efnishyggjumanneskja, hún var svo nægjusöm og spáði líka mikið í nýtni og að endurnýta hlutina. Hún hafði mikinn áhuga á náttúrlegum og nægjusömum lífsstíl og spáði mikið í mætti líkamans og hvernig líkaminn getur læknað sjálfan sig. Hún fæddi báða drengina okkar án verkjalyfja og var mjög umhugað um náttúrulegar fæðingar og áhrifamátt þeirra. Hún vildi lifa nægjusamlegu og fallegu lífi.“

Ester Eva og Spencer kynntust þegar þau voru bæði að útskrifast úr menntaskóla, eða „high school.“ „Ég varð strax ástfanginn af henni, ég hafði aldrei kynnst manneskju eins og henni. Ég man eftir að hafa farið í partý fljótlega eftir að við byrjuðum að fara á stefnumót og sagði þá við einn vin minn hvað ég væri hrifinn af henni og hvað ég vildi ekki missa hana. Hann sagði mér að vera rólegur, ég ætti eftir að giftast henni einn daginn, hann bara vissi það.

Hún var búin að ákveða að flytja til pabba síns á Íslandi í hálft ár eftir útskrift þannig að þetta var svolítið óljóst hvernig þetta yrði hjá okkur. En svo kom hún til baka og þetta small allt saman. Ég held meira að segja að vikuna sem við giftum okkur hafi verið liðin nákvæmlega 10 ár síðan við byrjuðum saman.“

Skildi við heiminn sátt

Falleg en erfið stund. Fjölskylda, vinir og starfsfólk
Tárin flæða Falleg en erfið stund. Fjölskylda, vinir og starfsfólk

„Við vorum búin að trúlofa okkur áður en hún greindist með krabbamein en eins og svo margir aðrir vorum við á fullu að eiga börn og koma okkur fyrir í lífinu og frestuðum því alltaf að gifta okkur. Ætluðum alltaf að gera það seinna.“

Þegar Ester Eva og Spencer komust að því að ef til vill yrði ekkert „seinna“ ákváðu þau að flýta giftingunni. Þau vildu vera orðin eiginmaður og eiginkona áður en Ester Eva myndi skilja við heiminn.

„Fyrst var planið að hafa athöfnina í ágúst en eftir því sem á leið þá gátum við einfaldlega ekki verið viss um að Ester yrði enn þá hjá okkur. Þannig að við færðum dagsetninguna til 3. júní. Síðan var ljóst að við myndum þurfa að flýta giftingunni enn frekar. Við vorum bæði svo þakklát að það tókst.“

Athöfnin var innileg og falleg. „Flestir grétu, þetta var svo mikil gleði og líka sorg á sama tíma. Ég mun aldrei gleyma svipnum á henni, þegar hún kom inn í kjólnum sínum og sá alla sem höfðu mætt til að vera viðstaddir. Sá svipur var algjörlega „priceless.“

Ester Eva og Spencer dönsuðu fyrsta dansinn við gamlan rokkslagara, Me and Bobby McGee. Ester Eva og Janis Joplin sem gerði lagið ódauðlegt eiga það sameiginlegt að hafa kvatt heiminn fyrir þrítugt. „Me and Bobby McGee var lagið okkar. Við elskuðum að keyra um og stilla lögin hennar í botn í bílnum. Textinn í laginu átti líka vel við, hann fjallar um söknuð; manneskju sem er að syrgja ástina sína.“

Sterk andlega

Ester ásamt föður sínum ogsystur, Söru
Fagnað eftir giftingu Ester ásamt föður sínum ogsystur, Söru

„Ég var alltaf að velta fyrir mér hvaðan hún fékk eiginlega allan þennan styrk sem hún bjó yfir. Hún var svo sterk andlega, og þar til í endann var hún ótrúlega sterk líkamlega. Það sá ég til dæmis þegar hún lá í rúminu og þurfti að standa upp og greip þá um höndina á mér til að toga sig upp. Undir lokin var krabbameinið búið að breiða úr sér út um allan líkamann og taka of mikið frá henni, en mér fannst ótrúlegt hversu lengi hún náði að viðhalda þessum líkamlega styrk. Seinustu dagana fékk hún sterk verkjalyf og var hún mjög lyfjuð en einhvern veginn tókst henni samt að ná í gegn til okkar, og gat skilið það sem við vorum að segja og talað við okkur.“

Ester Eva náði að eiga þrjá daga á lífi sem gift kona. „Við vissum að við vorum að upplifa seinustu dagana í lífi hennar og það gerði það að verkum að hvert einasta samtal sem við áttum var ótrúlega dýrmætt. Við áttum þó nokkuð mörg samtöl en þau runnu hálfpartinn öll saman í eitt. Við ræddum um heima og geima. Hún sagðist vera sátt með líf sitt og allt sem hún væri búin að gera. Ég held að undir endann hafi hún hugsað um það sem hana langaði að gera en hafi ekki gert. Hún vildi að við yrðum hamingjusöm og að við myndum eltast við draumana okkar. Hún sagði við okkur: „Ef þið viljið gera eitthvað, gerið það þá!“

„Mér finnst það huggandi að vita að hún skildi við sátt. Hún var drifin áfram af jákvæðni, alveg þar til hún dó, enda var það í hennar eðli að sjá alltaf það góða í öllu og öllum. Hún var ekki bitur eða reið á nokkurn hátt.“

Mun segja þeim að mamma þeirra var dásamleg kona

Við getum lært margt af Ester, segja þau sem kynntust henni.
Falleg fjölskylda Við getum lært margt af Ester, segja þau sem kynntust henni.

Ester Eva dó í svefni. „Hún vildi hafa fólkið sitt í kringum sig þegar hún færi. Ég hélt í höndina á henni og horfði á hana sofandi. Andardrátturinn byrjaði að breytast og að lokum stoppaði hann. Hún fékk að deyja friðsæl í svefni, eins og hún vildi.“

Spencer er einn eftir með drengina þeirra tvo. „Það er erfitt að vera einn, að vera orðinn ekill með tvo litla stráka. En svo hugsa ég til fyrstu mánaðanna í lífi yngri drengsins okkar, rétt áður en Ester Eva greindist með krabbamein, en þá þurfti ég að vera mikið í burtu vegna vinnu. Á þessum tíma var hún að eiga við erfið einkenni sjúkdómsins og á sama tíma gaf hún alla sína orku og allt sem hún átti í börnin okkar. Ég skil ekki hvernig hún fór að því.“

Hann ætlar að halda minningu Esterar á lífi ekki síst fyrir syni sína tvo.

„Ég ætla að sjá til þess að þeir muni eftir henni eins og hún var, yndisleg manneskja og dásamleg móðir. Ég á óteljandi sögur af mömmu þeirra sem ég ætla að segja þeim í framtíðinni.“

DV vill vekja athygli á styrktarreikningi drengjanna sem verður nýttur í skólastyrki fyrir þá þegar þeir verða eldri og þá er verið að safna fyrir útborgun í íbúð fyrir þá feðga, en Spencer býr með sonum þeirra Esterar hjá foreldrum sínum.

Söfnunarreikningurinn er í nafni systur Gunnars, föðurs Esterar en hún heitir Svanhildur Gunnarsdóttir Kennitala: 271152-5749 og Bankareikningur 0142-05-570531

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Ester Eva er látin – Lifði í 3 daga, sem gift kona – „Hún trúði á merki um líf eftir dauðann og ég fann fyrir slíku sólarhring eftir að hún skildi við“

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

FókusFréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Mest lesið

Ekki missa af