fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fókus

Jólatónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 09:30

Söngsveitin Fílharmónía heldur árlega jólatónleika sína í Langholtskirkju í kvöld, fimmtudaginn 27. desember kl. 20. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir, sópran, og með kórnum leikur tríó skipað Snorra Sigurðarsyni, trompetleikara, Þórði Sigurðarsyni, píanista, og Gunnari Hrafnssyni, kontrabassaleikara.

Efnisskráin verður í senn hátíðleg og með djassyfirbragði; frumfluttur verður gullfallegur jólasálmur eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og séra Davíð Þór Jónsson, en jafnframt verða sungin lög eftir Ingibjörgu Þorbergs, Jórunni Viðar, Sigvalda Kaldalóns og Jón Sigurðsson, svo fáeinir séu nefndir, ýmist í nýjum eða alþekktum útsetningum, auk sígildra jólalaga frá ýmsum löndm.

Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Miðaverð er 3.900 kr. og miðar eru seldir á tix.is.

Í hléi verður boðið upp á heitt súkkulaði og nýbakaðar smákökur.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Steingeitin – Agi, metnaður og vinnuharka

Steingeitin – Agi, metnaður og vinnuharka
Fókus
Í gær

Jensína náði ótrúlegum áfanga í dag – Elst allra sem hafa átt heima á Íslandi

Jensína náði ótrúlegum áfanga í dag – Elst allra sem hafa átt heima á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn