fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Flugvél Sala er fundin

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að finna flugvélina sem þeir Emiliano Sala og David Ibbotson ferðuðust með frá Nantes til Cardiff.

Þeir fóru í loftið þann 21. janúar síðastliðinn en flugvélin komst aldrei á leiðarenda og hefur hrapað yfir Ermasundinu.

Sala og Ibbotson voru einir um borð en sá fyrrnefndi var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

Sky Sports fullyrðir það nú í kvöld að það sé búið að finna vélina og hefur fjölskyldu Sala verið tjáð það.

Það var lítill bátur sem rakst á part úr flugvélinni í morgun en frekari upplýsingar verða gefna út um leið og þær berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga