Lebron James, besti körfuboltamaður í heimi ákvað árið 2011 að kaupa tveggja prósenta hlut í Liverpool.
Lebron borgaði fyrir það 6,5 milljónir dollara. Um 665 milljónir króna á gengi dagsins í dag.
Nú fengi Lebron 32 milljónir dollara fyrir þessi tvö prósent, gott gengi Liverpool og stærri heimavöllur hjálpar þar.
Hann fengi því í dag um 3,2 milljarða fyrir sína fjárfestingu í félaginu sem hefur hækkað mikið.
Ásamt því að vera í körfubolta er Lebron duglegur að fjárfesta og græddi meðal annars vel á Beats heyrnatólunum sem Apple keypti.