Roma tekur á móti Liverpool í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 18:45.
Fyrri leik liðanna lauk með 5-2 sigri enska liðsins á Anfield og því ljóst að róðurinn verður afar þungur fyrir heimamenn í kvöld.
Sadio Mane, sóknarmaður Liverpool snýr aftur í byrjunarliðið í kvöld en hann var ekki með liðinu um síðustu helgi vegna meiðsla.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Roma: Alisson, Florenzi, Manolas, Fazio, Kolarov, Pellegrini, De Rossi, Nainggolan, Schick, Dzeko, El Shaarawy.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum, Salah, Mane, Firmino.