Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fer undir hnífinn í dag. Aron fer í litla aðgerð á hné sem setur Heimsmeistaramótið í Rússlandi í hættu.
Fyrirliðinn verður í kappi við tímann en Ísland leikur fyrsta leik þann 16. júní gegn Argentínu.
Ljóst er að ekkert bakslag má koma í endurhæfingu Arons, það myndi kosta hann þáttöku á mótinu.
Aðgerðin verður gerð á liðþófa en Aron meiddist í sigri Cardiff á Hull um liðna helgi.
,,Takk fyrir frábær skilabod her og thar! Von er eitthvad sem eg kann ad vinna med, thannig stefnan er sett a HM fra og med deginum a morgun! Takk fyrir kvedjurnar allir.. kann ad meta thaer allar,“ Skrifaði Aron á Twitter í gærkvöldi.
Íslenska þjóðin sendir Aroni batakveðjur og vonar að hann komist inn á völlinn sem fyrst.
Takk fyrir frábær skilabod her og thar! Von er eitthvad sem eg kann ad vinna med, thannig stefnan er sett a HM fra og med deginum a morgun! Takk fyrir kvedjurnar allir.. kann ad meta thaer allar??
— Aron Einar (@ronnimall) April 29, 2018