Liverpool 0-0 Stoke
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en Liverpool fékk þá Stoke City í heimsókn.
Það var boðið upp á nokkuð spennandi leik á Anfield sem lauk þó með markalausu jafntefli.
Stoke fer í 18. sæti deildarinnar með stiginu í dag en liðið er enn þremur stigum frá öruggu sæti.
Liverpool er tveimur stigum á eftir Manchester United sem er í öðru sætinu en United á tvo leiki til góða.