Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff í dag sem spilar við Hull í ensku Championship-deildinni.
Aron Einar er einn allra mikilvægasti leikmaður Cardiff sem berst um að komast í efstu deild á ný.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í dag eftir aðeins tíu mínútur sem er mikið áfall.
Aron þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðslana og er óttast að hann muni missa af HM í sumar.
Að svo stöddu er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru en stuðningsmenn Cardiff óttast að hann missi af HM í Rússlandi.
Aron fór í aðgerð á ökkla í desember og ljóst er að ef þau meiðsli taka sig upp aftur er útlitið svart.
Sadly I think that is Gunnarsson’s World Cup dream and Cardiff City career over. A really sad way to see it end
— Ben Price (@thebenprice) 28 April 2018