Manchester United 2 – 1 Tottenham
0-1 Dele Alli (11′)
1-1 Alexis Sanchez (24′)
2-1 Ander Herrera (62′)
Manchester United og Tottenham mættust í undanúrslitum FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri United í fjörugum leik.
Dele Alli kom Tottenham yfir strax á 11. mínútu eftir frábæran undirbúning Christian Eriksen en Tottenham hafði verið sterkari aðilinn í leiknum til að byrja með.
Alexis Sanchez jafnaði hins vegar metin fyrir United á 24. mínútu eftir sendingu frá Paul Pogba.
Eric Dier var nálægt því að koma Tottenham yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann setti boltann í stöngina en staðan í leikhléi 1-1.
Ander Herrera kom United svo í 2-1 á 62. mínútu þegar hann setti boltann laglega framhjá Michel Vorm í marki Tottenham og United komið yfir.
Leikmenn Tottenham reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin en þeir náðu aldrei að ógna marki United af einhverju viti og lokatölur því 2-1 fyrir United.
United fer því áfram í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir annaðhvort Chelsea eða Southampton en Tottenham er úr leik.