fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

WHO segir að 2050 verði 139 milljónir manna með vitglöp

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að um miðja öldina verði 139 milljónir manna með vitglöp. Tíu prósent allra tilfella eru hjá fólki yngra en 65 ára. Nú eru um 55 milljónir manna með vitglöp að sögn WHO.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar. Fram kemur að 2030 verði fjöldinn kominn í 78 milljónir og 139 milljónir 2050. Ástæðan er að meðalaldur mannkyns fer hækkandi.

En áætlanir um hvernig á að takast á við þetta og annast fólk sem þjáist af vitglöpum eru aðeins til staðar í fjórðungi ríkja heims. Helmingur þeirra er í Evrópu.

„Vitglöp ræna fólki minninu, sjálfstæði og virðingu. Sjúkdómurinn rænir okkur hin fólki sem við þekkjum og elskum,“ segir Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO.

Árlegur kostnaður vegna vitglapa er nú um 1.300 milljarðar dollara.

Blóðtappar, heilaskaði eða Alzheimers eru meðal þess sem veldur vitglöpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómari varaði viðstadda við ólýsanlegum myrkraverkum krókódílasérfræðings – „Ég get ekki hætt. Ég vil það heldur ekki“

Dómari varaði viðstadda við ólýsanlegum myrkraverkum krókódílasérfræðings – „Ég get ekki hætt. Ég vil það heldur ekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti móður sína með pönnu og hníf til að ekki kæmist upp um leyndarmálið

Myrti móður sína með pönnu og hníf til að ekki kæmist upp um leyndarmálið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gögn um dularfulla blossastjörnu fundust í handriti frá 1217 – Gæti birst aftur á næsta ári

Gögn um dularfulla blossastjörnu fundust í handriti frá 1217 – Gæti birst aftur á næsta ári
Pressan
Fyrir 6 dögum

Níkótín rafrettur eru eitt besta verkfærið til að hjálpa fólki að hætta að reykja

Níkótín rafrettur eru eitt besta verkfærið til að hjálpa fólki að hætta að reykja