fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022

WHO

WHO stefnir að því að búið verði að bólusetja 10% jarðarbúa í september

WHO stefnir að því að búið verði að bólusetja 10% jarðarbúa í september

Pressan
25.05.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO stefnir að því að búið verði að bólusetja tíu prósent jarðarbúa í september. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á fundi aðildarríkja stofnunarinnar í gær. Í flestum þróuðum ríkjum hefur þetta markmið nú náðst og vel það en í fátæku ríkjunum er staðan allt önnur. Til dæmis gengur erfiðlega að koma bólusetningum af stað af einhverjum krafti í Afríku. Samkvæmt Lesa meira

Þekktir vísindamenn andmæla WHO – Segja ekki útilokað að kórónuveiran hafi verið búin til af mönnum

Þekktir vísindamenn andmæla WHO – Segja ekki útilokað að kórónuveiran hafi verið búin til af mönnum

Pressan
18.05.2021

18 virtir vísindamenn, þar á meðal farsóttafræðingur og örverufræðingur við hina þekktu og virtu háskóla Harvard og Stanford, hvetja til þess að rannsókn verði hrundið af stað um upptök kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Þeir vilja að rannsóknin verði gagnsæ og byggð á gögnum og staðreyndum. Þeir telja ekki útilokað að veiran hafi verið búin til í Lesa meira

Þriðja bylgja heimsfaraldursins herjar á Evrópu – WHO varar Evrópuríki við

Þriðja bylgja heimsfaraldursins herjar á Evrópu – WHO varar Evrópuríki við

Pressan
24.03.2021

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað víða í Evrópu að undanförnu og hafa stjórnvöld víða þurft að grípa til þess ráðs að herða sóttvarnaaðgerðir og annars staðar hefur tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verið frestað. Það er helst í Danmörku sem verið er að slaka á sóttvarnaaðgerðum en ástandið er ágætt þar hvað varðar faraldurinn og virðast yfirvöld hafa stjórn á honum í augnablikinu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur varað Evrópuríki við því Lesa meira

Vísindamaður hjá WHO segir að slóðin að upptökum kórónuveirunnar liggi nú í eina átt

Vísindamaður hjá WHO segir að slóðin að upptökum kórónuveirunnar liggi nú í eina átt

Pressan
19.03.2021

„Ég tel að SARS–CoV-2 (kórónuveiran sem veldur COVID-19, innsk. blaðamanns) hafi í upphafi borist í fólk í suðurhluta Kína.“ Þetta segir Peter Daszak sem var í rannsóknarteymi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem fór til Wuhan í Kína til að rannsaka upptök heimsfaraldursins. Í samtali við NPR sagði hann rannsóknarteymið hafi nú þrengt hringinn niður í þyrpingu bóndabæja í suðurhluta Kína. Á þessum bæjum hafi árum saman verið stundaðar Lesa meira

WHO segir ólíklegt að heimsfaraldrinum ljúki á þessu ári

WHO segir ólíklegt að heimsfaraldrinum ljúki á þessu ári

Pressan
02.03.2021

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ólíklegt að heimsfaraldri kórónuveirunnar ljúki á þessu ári. Tekist hefur að stöðva útbreiðslu hans í sumum löndum með sóttvarnaaðgerðum og bólusetningum en það er enn of snemmt að vonast til að búið verði að kveða hann alveg niður fyrir árslok. Þetta sagði Michael Ryan, yfirmaður neyðardeildar WHO, á fréttamannafundi í gær að sögn The Guardian. Hann sagði að bólusetning viðkvæmra Lesa meira

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Pressan
19.01.2021

Bæði Kínverjar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefðu getað brugðist fyrr við til að reyna að koma í veg fyrir þær miklu hörmungar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar er. Þetta hefði þurft að gera um leið og faraldurinn fór að láta á sér kræla. Þetta er niðurstaða óháðrar sérfræðinganefndar sem hefur skoðað upphaf faraldursins í Kína. Í skýrslu nefndarinnar segir að Lesa meira

WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn

WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn

Pressan
19.01.2021

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, segir að heimurinn sé á barmi „hörmulegra siðferðislegra mistaka“ hvað varðar skiptingu bóluefnis gegn kórónuveirunni. Hann hvetur til þess að bóluefnunum verði skipt á sanngjarnari hátt á milli ríkja heims. „Þessi „ég fyrst“ hugsun setur fátækustu og viðkvæmustu löndin í mikla hættu og grefur undan aðgerðum okkar allra,“ sagði hann við setningu Lesa meira

WHO segir að COVID-19 sé ekki endilega stóri faraldurinn

WHO segir að COVID-19 sé ekki endilega stóri faraldurinn

Pressan
30.12.2020

Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO segja að yfirstandandi kórónuveirufaraldur sé „ekki endilega stóri faraldurinn“ þrátt fyrir að hann sé alvarlegur. Þeir segja einnig að heimsbyggðin verði að læra að lifa með þessari kórónuveiru. David Heymann, prófessor og formaður ráðgjafanefndar WHO um smitsjúkdóma, sagði á fréttamannafundi á mánudaginn að það séu „örlög“ veirunnar að verða landlæg og Lesa meira

Talsmaður WHO – Það verða fleiri heimsfaraldrar

Talsmaður WHO – Það verða fleiri heimsfaraldrar

Pressan
28.12.2020

Heimsbyggðin verður að læra af yfirstandandi heimsfaraldri kórónuveirunnar því fleiri heimsfaraldrar munu ríða yfir. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, í gær. „Sagan segir okkur að þetta sé ekki síðasti heimsfaraldurinn og að faraldrar séu hluti af lífinu,“ sagði Tedros á fjarfundi sem var haldinn í tilefni þess að gærdagurinn, 27. desember, var fyrsti alþjóðlegi dagurinn tileinkaður undirbúningi undir faraldra. Aðalþing Lesa meira

WHO reiknar með næstum eðlilegum heimi 2021

WHO reiknar með næstum eðlilegum heimi 2021

Pressan
27.11.2020

Jólin í ár verða að öllum líkindum ekki eins og fólk á að venjast og vill hafa þau að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. En stofnunin horfir bjartsýn á næsta ár og segir mjög góðar líkur á að einhvern tímann á árinu 2021 verði ástandið í heiminum nærri því að líkjast því sem það var fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af